Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1923, Page 8

Sameiningin - 01.12.1923, Page 8
358 “Sjá, konungur þinn kemur til þín.” Þetta er hinn kristilegi boðskapur jólanna. Þau eru fæðingarhátíð konungsins mikla, er kom til mannanna til að stofna ríki sitt meðal þeirra. Það sem hann var og er mönn- unum, er tilefnið til hátíðarhaldsins. Eftir því hvað hann er og liefir verið oss, verður vort jólahald. Sjá, jólagsetinn! Hann er sjálfur hið mikla fagn- aðarefni jólanna. Ef hann hefir gagntekið hjörtu vor, ef dýrð hans hefir lýst í lífi voru, og vald áhrifa hans hefir náð til vor, þá þekkjum vér að einhverju leyti fagnaðarefni jólanna. Til þess að meta hann og fagna yfir honum, verður maður að eignast andlegan skyld- leika við hann, standa honum svo nærri, að maður eign- ist skilning á honum, rétta sjón á lífi hans, rétta sam- hygð með því, sem hann var og vildi. “Eg þekki mína og mínir þekkja mig,” eru orð frelsarans. Dýrð hans er ætíð hin sama, en það er undir afstöðu mannanna af honum komið, hvort að menn sjá hans dýrð, og fagna yfir henni. Frelsarinn, eins og liann var og er oss mönnunum, er fagnaðarefnið, sem aldrei fyrnist. “Sjá, konungur þinn Jcemur.” Hann vitjar mann- anna og vill færa þeim hina beztu gjöf Guðs. Vér minnumst þess á jólahátíðinni, er hann kom í holdinu, og þess er hann vildi til leiðar koma. Vér minnumst þess, er liann viidi hjálpa mönnunum til að verða, þess, er hann vildi kenna þeim að meta og sækjast eftir. Við okkur blasa áhrif hans á mannlífið eins og þau liafa verið, hvernig alt hið bezta í lífi mannanna er frá hon- um komið, og iivernig ógæfan mesta í mannlegu lífi hefir verið, að liann og það, sem hann vill, hefir ekki nægilega verið tekið til greina. Það er enginn sannur fögnuður hjá neinurn yfir komu Jesú til mannanna, nema það sé fögnuður yfir því, er liann hefir komið til leiðar og vill koma til leiðar. Að fagna yfir komu hans, en standa af ásettu ráði gegn því, er hann vill til leiðar koma, er óliugsanlegt. Hann kemur, hann er alt af að vitja mannanna, til þess að færa þeim blessun Guðs og vekja þá til hins sanna lífs, og fyrir hvern þann,

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.