Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1923, Side 9

Sameiningin - 01.12.1923, Side 9
359 sem lært hefir að meta áhrif Jesú Krists á mannlegt líf, ér það,.að hann kom og kemur til mannanna, hið mesta fagnaðarefni, sem hugsast getur, því á því hvílir sú von, að hið sanna, góða og fagra, fái að sigra — það er bjartasta Ijósið á vegum mannanna. Syndin og spillingin í heiminum gerir manni svart fyrir augum, en alstaðar þar sem áhrif frelsarans ná til, birtir mitt í dimmunni. Erindi hans er fagnaðarerindi, því það flytur öllum mönnum von, um viðreisn og sigur í lífinu, ef þeir vilja þiggja hjálp Jesú Krists. Konungurinn kemur til þín. Það er lítið um fögn- uð jólanna lijá oss, nema hjá oss sé gleði, sem einstak- lingum, yfir því, sem vér höfum notið af hlessun hans, yfir því, sem vér höfum þegið af honum af fyrirgefn- ing, friði, styrk til lífernisbetrunar, huggun í sorg, og upplivatningu til að fylgja honum eftir. Þegar hjört- un eru gagntekin af mikilleik þess, er ])au þannig hafa ]>egið af Jesú, þekkja menn sanna jólagleði. En minnumst þess einnig, að konungurinn kom og kemur til vor mannanna, ekki einungis til þess að vér njótum, heldur líka til þess, að vér megum verða samverkamenn hans til að leiða áhrif hans og blessun inn í mannlífið. Það er þá líka snautt jóla- hald, sem ekki vekur hjá oss hvatir til að gera bjart- ara um jólin fyrir þá mörgu, er í dimmunni sitja, vegna sorgar, syndar, fátæktar, einstæðingsskapar eða sjúk- dóms. Það eina jólahald, sem er samboðið honum, sem jólin heiðra, er jóiahald, sem glæðir hjá oss endurnýj- aðar hvatir til að efla umhverfis oss anda Jesú Krists, hans, sem gekk í kring og gerði gott. Þá fyrst þekkja menn hina ríkustu gleði yfir komu hans, er menn heiðra hann ekki einungis í orði, heldur í verki og þjónustu. K. K. Ó.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.