Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1923, Page 12

Sameiningin - 01.12.1923, Page 12
3G2 'jól, vegna lians eru þau glödd á jólunum, vegna hans mildast skap allra, svo að þeir vilja gera öðrum gott á jólunum. -—- Látum ekki kímnismynd “Kláusar” koma í stað hinnar hátíðlegu, göfgandi myndar frelsarans, jóla- barnsins, sem greiddi kærleikanum veg að hjörtum mannanna. Þó að “Kláais” sé glaðvær og gjafmildur karl, þá hefir hann ekkert heilagt og háleitt við sig, sem göfgar lífsskoðun .barnanna. “Kláus” er líka kynja- mynd, sem börnin sjá síðar að átti sér engan vernleik. En Jesús er veruleiki, sem verður þeim æ skýrari og skiljanlegri með aldrinum, og sem hinn fullþroskaði maður byggir á sína eilífu von. Annað er það við jólin nú, sem naumast er heil- brigt; það eru hinar hóflausu jólagjafir. Þær eru orðn- ar mörgum liin mesta plága. — Það er í sjálfu sér fag- urt, að gefa gjafir á jólunum; það er fagurt, að minn- ast vinar síns með gjöfum til hans. En jólagjafirnar eru nú orðnar að mestu vani, og gleðin, sem þær eiga að veita, er að miklu leyti horfin. — Allir eru að reyna að gefa eitthvað öllum vinum sínum, og jafnvel fleirum, öllum á heimilinu og öllum, sem áður hafa gefið þeim. “Æ sér gjöf til gjalda.” Fátækt fólk tekur oft mjög nærri sér til þess að geta fylgt vananum; margir taka lá»i, til þess að geta gefið jólagjafir. Og það eru naum- ast álitnar sæmilegar jólagjafir, nema það sé eitthvað, sem vel er hægt að komast af fyrir utan; jólagjöfin þarf helzt að vera til aukinna þæginda eða skrauts. — Þessi afvegaleidda jólahugsun og jólavani er orðin að einni álitlegustu tekjulind okraranna, sem verzla með glingur og skraut. Hin mikla veraldarhugsun um jólin bætir ekki við jólagleðina, ekki við þá gleði, sem varir og hefir áhrif á líf okkar. Það er Jesús Kristur, sem veitir bæði börnum og fullorðnum hina varanlegu jólagleði. Endurminning- arnar lijá okkur eru svo helgar og ljúfar vegna hugsjón- anna, sem bundnar voru við jólabarnið, vegna lielginn- ar og liinnar háleitu alvöru, sem hvíldi yfir öllu á jól-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.