Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.12.1923, Qupperneq 13

Sameiningin - 01.12.1923, Qupperneq 13
363 unum. Barnshugurinn varð var við eitthvað heilag't og- dýrlegt, eitthvað óvanalegt, sem snerti hinar æðri tilfinningar manneðlisins. Þau gerðu sér að vísu ekki fulla grein fyfir því fyr en þau eltust. Eg vildi að börnin okkar, sem nú eru að alast upp, gætu haft slíkar lifandi, helgar endurminningar, sem við höfum nú, eldra fólkið, frá jólunum. Eg vildi óska, að endurminningarnar þeirra yrðu líkar því, sem skáldið hafði, sem þetta kvað : “Með margþráðu kertin var komið inn, — “hann kveikti á. ]>eim, hann pabbi minn, — “ um súðina birti’ og bólin. “Hann klappaði blítt á kollinn minn “og kysti brosandi drenginn sinn, — “ þá byrjuðu blessuð jólin! “Svo steig eg með kertið mitt stokkinn við “og starði’ í Ijósið við mömmu hlið, “ hún var að segja’ okkur sögur “af fæðingu góða frelsarans, “um fögru stjörnuna’ og æsku lians, “ og frásögnin var svo fögur! “Svo las hann faðir minn lesturinn, ‘ ‘ og langþreytti raunasvipurinn “ honum varð hýrri’ og fegri. “Mér fanst sem birti’ yfir brúnum hans “við boðskapinn mikla kærleikans, “ af hugblíðu hjartanlegri. “Sjáið sigur hans, “sigur skaparans: ‘ ‘ duftið orðið íbúð kærleikans! “Ó, sú undra dýrð “elsku, máttar, vits, “birtist bjartri skýrð “blikrún stjörnu-glits.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.