Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1923, Page 15

Sameiningin - 01.12.1923, Page 15
3G5 sýni það í verlrinu, að stofnunin er vinsæl og yfirleitt ö'llum góðum mönnum á meðal fólks vors sérlega kær. Einnig eykur það þörf á fjárframlögum frá vinum stofnunarinnar, að stöðugt minkar sú upphæð, sem vistmenn borga til heimilisins. Tæplega einn fjórði hluti vistmanna borgar nokkuð með sér. Þetta er í rauninni eðlilegt. Margir, sem þangað koma, hafa að eins efni til að borga nokkuð með sér fyrir stuttan tíma. Svo þegar þeir hafa verið heimilismenn í fleiri ár, þá eru efnin búin, en þeir auðvitað halda áfram að vera heimilismenn eftir sem áður. Líka hefir stjórnarnefnd- in ætíð haft augastað á því, að veita fyrst af öllu þeim inngöngu, sem mest sýndist þörf að hjálpa, og vanalega er mest iþörfin hjá þeim, sem ekkert hafa að'hjóða efnalega. Með því að hafa þetta hugfast, hefir stjórn- arnefndinni fundist, að stofnunin næði bezt tilgangi sínum, og treyst á örlæti fólks vors að halda stofnan- inni í viðunanlegu ástandi. Nú fer í hönd kærleikshátíð kristinna manna. Á þeirri hátíð reyna menn yfirleitt að gleðja þá, sem þeim eru kærir. Sérstaklega eru það börnin, sem menn hugsa um að gleðja, ekki að eins sín eigin hörn, heldur líka ör- eigana og munaðarleysingjana. Á Betel eiga heimili margir þeir, sem orðnir eru börn í annað sinn, og flest- ir þeirra, sem þar eiga heima, eru munaðarlaus böm. Ef þeir eiga að geta notið heimilisvistr þar, þá er nauð- syn á gjöfum til reksturskostnaðar stofnunarinnar. Með því að styrkja stofnunina, sem veitir þessum munaðar- leysingjum athvarf, þá er trygð framtíð þeirra, og vissa fengin fyrir því, að stofnunin nái tilgangi sínum. Yér viljum þess vegna biðja menn, að gleyma ekki Betel og hinum munaðarlausu börnum, sem þar er veitt athvarf, en minnast orða hans, sem jólahátíðin er helguð: “Það sem þér hafið gjört þessum mínum minstu bræðrum, það hafið þér mér gjört”. Og, þegar mönnum kemur í hug að styrkja Betel á einhvern hátt, þá gjöra menn það bezt með gjöfum í starfrækslusjóð stofnunarinnar. Líka viljum vér benda á það, að það er til “Minn- ingarsjóður íslenzkra frumherja” og ganga vextirnir

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.