Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1923, Side 19

Sameiningin - 01.12.1923, Side 19
369 og ánægju, er hann hafði notið fyrrum, >egar hann var Htill drengur; því að hann hafði leyst barnshjartað í sjálfum sér úr ánauð. Jólin hennar ömmu. “Elsku mamma mín! — Eg get ekki lýst því með orð- um, hve þungt okkur Páli fellur það, að geta ekki boðið þér að vera hjá okkur nú á jólunum, eins og vant er. Ef við hefðum nokkuð rúm afgangs. þá væri alveg sjálfsagt, að þú kæmir. En, eins og þú veizt, er húsið okkar fremur lítið; og nú er hún María trúlofuð, og við verðum auðvitað að bjóða piltinum hennar að vera hjá okkur um jólin, því hann á ekkert annað heimili að að hverfa. Og svo bætist það ofan á, að hún Margrét hefir skrifað okkur, að hún ætli að koma með eina skólasystur sína með sér heim í jólaleyíinu, og þá getur þú nú gjört þér dálitla hugmynd um þrengsl- in, sem verða hjá okkur. Okkur þykir mjög fyrir þessu, að þú skulir ekki geta verið hjá okkur 'líka, og við vonum, að þér leiðist ekki alt of mikið á jólunum. Eg legg hér með dáltla jólagjöf handa þér, sem þú átt að verja til þess að gjöra þér jólin sem ánægjulegust. Við Páll og öll börnin óskum þér af öllu hjarta gleðilegra jóla. pín elskandi dóttir, Jóhanna.” Amma las bréfið með mestu athygli og þegar hún hafði lokið lestrinum, runnu tárin niður eftir vöngunum. pví hún hafði hlakkað óvenjulega mikið til þess að vera þessi jól hjá dóttur sinni; og þess vegna voru vonbrigðin 'Svo sár. “Eg hefi alt af haft svo mikla unun af því, að vera með þeim á jólunum,” sagði hún við sjálfa sig; “og eg er hrædd um, að mér leiðist ákaflega mikið, að vera hér alein.” En svo fór hún, eins og mæðrum er títt, að afsaka einkabarnið sitt. “Auðvitað getur aumingja Jóhanna ekki að þessu gjört,” sagði hún, og þurkaði sér um augun. “Hann Páll og hún hafa altaf verið mér dæmalaust góð, og eg hefi verið hjá henni á hverjum j ólum, síðan pabbi hennar dó. Og bömin þeirra verða auðvitað að ganga fyrir öllum öðr- um. En” — og aftur fyltust augun tárum — “aldrei hef-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.