Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1923, Side 26

Sameiningin - 01.12.1923, Side 26
376 jólin aftur. í anda að litlu barni, er eina jólagleöin, sern bætir dags- ins stríS.” En ihenni fanst hún vera í ómælilegri fjarlægS við bernsku sína; hún gat ekki orðið að barni í jólahugleiðingum sín- um, sízt eins og nú stóðu sakir. “Já, þótt æfi min sé að eins 28 ár, er bernskan, með öllum sínum endurminningum, afar, afar langt að baki.” Þannig talaði Sigríður við sjálfa sig jafnframt þvi sem hún gekk um gólf, úrvinda og eirðarlaus. Barnið lá í rúminu, andlit þess var fölt: handtök dauðans voru sýnileg á því. Móðirin var þess1 fullviss, að hinn veiki lífsstraum- ,ur þess myndi fjara út, áður en dagur risi úr skauti næturinnar. Hún fékk hverja gráthviðuna á fætur annari. Tilhugsunin um það, að eiga að sjá á bak barninu, var henni með öllu óbærileg. Að sönnu var þetta ekki ný tilhugsun. því hún hafði horfst í augu við hana nú um ihríð, en hún var jafn-óbærileg nú, eins -og þegar fyrst hún flaug í 'huga hennar. Þáð er eins og öll eldleg reynsla auki afl hugsana og tilfinninga. Hugsanir Sigríðar voru skarpar og fjör- ugar, mitt í sorg hennar. — Sem barn hafði hún ávalt hlakkað til jólanna. Jólin höfðu verið eitt -hið allra hugðnæmasta umhugsun- arefni hennar. Islenzk börn hafa átt því láni að fagna, að rækt hefir verið lögð við það, að kenna þeim hi-nn fagra boðskap, sem jólunum til'heyrir. Sem barn hafði hún af öllu hjarta veitt þeim boðskap móttöku. En svo, er hún þroskaðist og leiðir hennar lágu að heiman, — fyrst til Reykjavíkur, en síðan til Ameríku— höfðu áhrifin verið margvísleg og hugsanastraumarnir á ýmsa vegu; smám saman hafði hún mist þá vissu og þá'einföldu gleði, sem eru sam- fara trúnni á hinn fagra boðskap jólanna. Hún hafði verið sér meðvitandi um þessi strumhvörf hugsana sinna um lengri tíma, en hún hafði sætt sig við þau kjör, að hún væri búin að glata þessum fjársjóði bernsku-ára sinna — trúnni, en aldrei hafði sú vissa verið jafn-kveljandi eins og nú—á þessari jólanótt. — Efinn hafði inni- lukt hana, eins og regnþrungið óveðursský, og byrgt útsýni hennar, í stað þess að gera himin vona hennar víðáttumeiri. Smámsaman hafði straumur tímans borið hana að fjarlægum ströndum, fjær— fjær því, sem æska hennar hafði metið hvað mest. -Eftir nokkra dvöl í Ameríku, -hafði hún sannfærst um það, að hún gæti aldrei framar aðhylzt kirkjuna eða kenningar hennar. Á þessum árum hafði hún kynst Birni, sem nú var maður hennar. Því meiri kynn- ingu, sem þau höfðu hvort af öðru, þess betur gerðu þau sér grein fyrir því, að þau gætu ekki lifað eða notið lífsins, án hvors annars. 'Þa.u unnust hugástum nú, eftir fimm ára samveru. Það sem batt þau traustustum böndum, var samúðin, sem þau höfðu hvort með öðru, — í trúarefnum, ekki síður en á öðrum svæðum, því maður hennar hafði líka mist gleði trúarinnar, eða öllu heldur, aldrei orð- ið hennar var. Þau töluðu sjaldan um þau efni. Lífið hafði farið vel með þau. Bæði voru þau ung og áttu ónumin lönd í heimi von- anna; nóg var að starfa, og í starfsemi fæst hin vissasta sæla, sem

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.