Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1923, Blaðsíða 28

Sameiningin - 01.12.1923, Blaðsíða 28
378 fanst ihenni frásága jólanria, — boSskapurinn um barniö, sem forð- um fæddist í Betlehem, enginn leyndardómur. Og henni fanst að hún opna hjarta sitt fyrir friöi og gleöi jólanna. Það var komiö langt fram á morgun, þegar hún vaknaöi. Son- ur næturinnar — dagurinn — var kominn hátt á loft. Sólin skein inn um frostnu gluggana og geislar hennar geröu itarlega tilraun til þess að vinna bug á svellinu, sem þakti gluggana. Kinnar Sigríöar báru merki eftir tárin, sem þar höföu þornaö. Hún áttaöi sig samstundis á því, hvernig ástatt var. Sæla sú, sem draumurinn haföi valdiö henni, þvarr nú. Dapur veruleikinn blasti við augum hennar. Hún hagræddi líkinu, breiddi ofan á þaö, hlúöi aö því. Þvi næst lífgaöi hún eldinn á arniunm. Heilög kyrö og þögn ríkti yfir öllu í hinni sýnilegu náttúru. Sólargeislarnir glitr- uöu sem fegurstu demantar á snjónum. Hvílík fegurð, hvar sem augað leit, fegurð hins norölæga vetrar, er hvarvetna blasti við sjónum hennar. Sólin fór hækkandi á heiðum morgunhimni. Hreinleiki, feg- urð og friður höfðu náð tökum í ríki náttúrunnar. Skuggarnir, 'þessir ægilegu fylgifiskar næturinnar, voru horfnir með öllu; bless- uð sólin hafði gefið henni þrek til að lifa og’ sigra. En það var líka önnur sól, sem sendi hlýja geisla um sálu hennar. Druamsýn- in —■ jólafögnuður æskunnar, hafði áhrif á hana •— gerði hana sæla. Mitt í sorg þeirri, er svo nærri henni hafði gengið, fanst Sigríði hún vera ríkari nú, en um mörg undanfarin jól. Nú fanst henni, sem sér væri smámsaman að birta fyrir augum, — henni virtist hún skilja tilgang lífsins—og dauðans. Þrátt fyrir sorg þá, er þrengdi að hjarta hennar, fanst henni hún nú eiga sannfæringu í hjarta sínu um það, að Guð væri góður; og henni fanst bergmál af boðskap jólanna endurhljóma í sálu sinni. Og nú áttaði hún sig á því, að fögnuður jólanna var sér í lagi miðaður við þarfir þeirra, sem hvorki áttu fögnuð né frið í sálum sínurn. Nóttin helga. Eftir Selmu Lagerlöf. Þegar eg var fimm ára gömul, varð eg fyrir mikilli sorg. Eg veit varla, hvort eg hefi síðan orðið fyrir meiri. Það var þegar amma mín dó. Fram að því var hún vön að sitja á hverjum degi á legubekknum í horninu á herberginu sínu og segja sögur. Eg man eftir því, að amma sagði hverja söguna á fætur ann- ari frá morgni til kvölds, og að við börnin sátum hjá henni alveg kyr og hlustuðum. Engin börn önnur, höfðu eins ánægjulega daga og við.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.