Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1923, Page 29

Sameiningin - 01.12.1923, Page 29
379 Þaö er ekki mikið, sem eg man eftir ömmu. Eg man hún hafÖi ósköp fallegt, snjóhvitt hár, var bogin, þegar hún gekk, og sat œtíö viÖ að prjóna sokk. Eg man líka, aö þegar hún var búin með sögu, var hún vön aö leggja hendina, á kollinn á mér og segja: “Alt þetta er eins víst og satt eins og eg sé þig og þú sérö mig.” Svo man eg, aö hún gat sungið, en það geröi hún ekki á hverj- um degi. Einn söngurinn var um riddará og hafmey, og viökvæðiö var, “að hann blési kaldan, kaldan á sjónum.” Svo man eg stutta bæn, sem hún kendi ntér og sálmsvers. Eg hefi óljósa og ófullkomna endurminningu um sögurnar, sem hún sagði mér. Einungis eina þeirra man eg svo vel, að eg geti haft hana eftir. Þaö er stutt saga um fæðing Jesú. Þetta er víst hér um bil alt, sem eg get rifjað upp fyrir mcr um ömmu' nema það sem eg man allra bezt, og þaö er, hve mjög eg var einmana, þegar hún var farin. Eg ntan eftir morgninum, þegar legubekkurinn í horninu var auður, og ómögulegt var að skilja, hvernig dagarnir mundu geta liöiö á enda. Eg man það. -Því mun eg aldrei gleynta. Og eg man, að viö börnin vorum leidd fram til þess að kyssa á hönd hinnar látnu, og að viö vorum hrædd aö gera þaö. En þá sagöi okkur einhver, að þetta yrði í síðasta sinni, sem við gætum þakkað ömmu fyrir alla ánægjuna, sem hún hefði veitt okkur. Og eg man, aö sögunum og söngvunum var ekið burt af búgarðinum í löngum svörtum kassa, og að hvorugt kom til baka aftur. Eg man, aö eitthvað var horfið úr lífi okkar. Það var eins og huröinni að heilum fögrum töfraheimi, þar sem við áður máttum ganga út og inn eftir vild, hefði verið lokað. Og nú var enginn, sem kunni að opna þær dyr. Og eg man, að smám saman lærðum við börnin að leika okkur með brúður og leikföng, og að lifa eins og önnur börn. Og þá virt- ist, sem við söknuðum ekki lengur ömmu okkar eða myndum eftir henni. En jafnvel nú—eftir fjörutíu ár—, þegar eg sit hér og safna saman helgisögnum um Krist, sem eg heyrði í Austurlöndum, rifj- ast upp fyrir mér sagan litla um fæðing Jesú, sem' hún amma mín var vön að segia, og eg finn mig knúöa til að segja hana enn þá einu sinni, og láta hana vera með í safni mínu. Það var á jóladaginn og alt fólkiö hafði ekið til kirkjunnar, nema amrna og eg. Eg held við höfum verið aleinar í húsinu. Viö fengum ekki að fara með, þvi önnur okkar var of gömul, hin of iung. Viö vorum báöar hnuggnar vegna þess, að við fengum ekki aö fara til árdegis guösþjónustunnar til að heyra sönginn og sjá jólakertin.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.