Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1913, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.09.1913, Blaðsíða 18
208 oröinn aö dauöu formi. Eg var hættr að leita þar eftir hugsvölun, eftir leiöbeiningum, eftir trúarstyrking og upphvatning til heilags lífs í guöi. Eg var farinn aö lesa biblíuna með þeirri hugsun einni að ljúka þessu verki af, svo vanrœkslan yrði ekki mér til ásökunar. Með öörum orðum: eg var farinn að „setja inn tímann“, og urn leið auövitað að „drepa tímann“. Óþarfi er að orðlengja það, að eg hefi orðið var við, sömu tilhneiging á öðrum sviðum andlegrar starfsemi minnar, og afleiðingin hefir ætíð verið sú sama. Mér er alls ekki ljúft að standa hér frammi fyrir yðr og lýsa fyrir yðr brestum sálar minnar, en eg gjöri það meðfram til þess að sýna yðr, að þetta um- talsefni mitt er alls ekki gripið úr lausu lofti eða talað út-í hött. Eg veit, að eg er að fara með mál, sem eg má ekki þegja yfir, að vara viö hættu, sem má ekki vera oss dulin. Og hættan er ekki öll í því fólgin, að þetta andlega nærsýni deyði niðr áhuga vorn. Það er enn fremr ein aðal-orsök losœðis þess hins trúarlega, sem svo mikið ber á nú á dögurn. Hverjir eru það, sem lenda á vergangi ? Eru það ekki menn, sem hafa flosnað upp, menn, sem ekki tókst að búa á arfleifð sinni, eða hafa lífsviðrværi upp-úr atvinnu sinni ? Og hvað er þá eðlilegra, er til hins andlega lífs vors kemr, en að þeir menn komist á vonarvöl og flakki úr einum stað í annan, sem aldrei hafa hirt urn að eignast fjársjóðu trúarinnar eða yrkja blett á hinu fyrirheitna landi? Vér höfum staðið í baráttu fyrir trú vorri og reynt að verja hana af fremsta rnegni, að því er oss finnst. En öll sú barátta verðr til einskis, ef líf og blessun trúarinnar sjálfrar er horfið úr hjörtum vorum. Það er ómögulegt að verja til lengdar dauða trú, hversú sterkum rökum sem vér beitum og hversu mikinn frœknleik sem vér sýnum af oss í baráttunni. Enginn maðr endist til að verja fyrir ó- vinum land það, sem hann hefir aldrei gjört sér far um að eignast sjálfr. Ef oss er því umhugað um að verja trú vora, þá verðum vér að sœkjast eftir ávöxtum þeirrar trúar, taka oss bólfestu í landi því, sem hún opnar oss aðgang að, landinu fyrirheitna. Trúarreynsla sann- kristinna manna er sá leyndardómr, sem allir óvinir kristindómsins hafa staðið ráðþrota fyrir á öllum öldum. Hvernig á að telja oss trú um, að kristin kenning sé „staðlaus og ósiðmæt“, er vér sjálfir höfum fundið henni stað í hjörtum sjálfra vor, og vitum, að hún hefir gjört oss að nýjum og betri mönnum? Hvernig á að telja oss trú um, að biblían sé aðeins ófullkomið manna-orð, ef vér sjálfir höfum fundið guð í orði þeirrar bókar? Hvernig á að fœra oss heim sanninn um að Kristr sé aðeins ófullkominn maðr einsog vér, svo framarlega sem vér sjálfir finnum, að hann hefir frelsað oss frá syndinni, þarsem engin mannleg hjálp dugði? Það, að menn hafa kornið auga á fyrirheitna landið, er auðvitað nóg sönnun fyrir því að fyrirheitna landið er til. En þótt sumir menn hafi ekki komið auga á landið, þá sannar það hinsvegar alls

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.