Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1914, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.04.1914, Blaðsíða 3
5i orðiÖ honum skjöldr og athvarf, — þá leiðir bersýnilega af því, að það, sem Kristr gjörði til þess að koma á sætt- nm, hlýtr að vera eins óendanlegt, undrunarlegt og dul- arfullt og fyrirgefningin sjálf. I krossi Krists er eitt- hvað, sem er hafið yfir alla skýringu. Stundum gjörum vér oss líka. örðugleika með því ranglega í Imga voruin að einangra dauða Jesú frá lífi hans. Það liggr í augum uppi, að dauði einhvers, sem vér þekkjum ekki eða kunnum aðeins að nefna, getr ekki haft neina trúarlega þýðing fyrir oss; og þegar menn safnast saman nm kross Jesú, þá hljóta þeir að gjöra það með einhverri þekking á hugarfari, lunderni og áformum hans, sem lét þar líf sitt. 1 því skyni eru guðspjöllin fjögur í biblíum vorum. Og ekki það eitt, heldr getum vér fet fyrir fet á æfiferli Jesú virt fyrir oss, hvernig friðþægingarstarf hans vex til meiri og meiri fullkomn- unar. í öllu lífi sínu var hann alltaf meir og meir að samlaga sig syndugum mönniun. Við skírnina, t. d., skipaði hann sér eitt sinn fyrir öll við hlið liinna synd- ugu, hann lét sjálfan sig „með illræðismönnum talinn“, og gjörði hyrðar þeirra að sínum eigin. Það var kross hans, sem varpaði skugga sínum á undan sér. Þessi sama sameining lians við synduga menn hirtist í freistingar- sögu hans, í trú hans, í því að hann lærði hlýðni, í með- aumkvun hans, í því að hann gjörðist vinr bersyndugra og samneytti þeim. Allsstaðar kemr Jesús fram einsog sá, sem fann til þess, að hann var tengdr við ranglæti og veikleik allra hrœðra sinna. Þetta gat ekki endað nema á einn veg. Markið, sem allt líf hans stefndi að, var það að deyja fyrir mennina. Og loks kom að því, að ef Jesús, liinn syndlausi, ætlaði sér að framfylgja samein- ing sinni við synduga menn út-í yztu æsar, þá varð liann að standa með þeim í skugga fyrirdœmingarinnar guð- legu yfir hinu illa. Hinsvegar er það eins augljóst, að krossdauði Jesú liefir sjálfstœtt gildi út-af fyrir sig. Hann leit vissulega sjálfr svo á. Hann leit á liann einsog viðhurðinn mikla, er á hátíðlegan hátt ætti að koma mönnum í nýtt samband við guð. Hann liryllti við dauðanum með skelfing, sem

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.