Sameiningin - 01.04.1914, Qupperneq 8
56
inni að koma fram í algleymingi gagnvart Jesú, gat það
orðið auglýst eitt skifti fyrir öll, kvers liugar syndin er
réttlæti og hreinleik liins eilífa til handa.
Með þessu þrennu móti má þá líta á krossdauða
Krists sem guðlegan fullnaðardóm vfir hinu illa. 1 þeim
písliun og dauða kemr það fyllilega í l.jós, hvernig guð
lítr á syndina. Það eru því engin tóm orð, heldr sannr
veruleiki, er sagt er, að guð fyrirgefi syndir vorar fyrir
sakir Jesú Krists. Hann fyrirgefr með öðrum orðum
með tilliti til þess, sem kom fram við Jesúm, er liann dó.
Hið annað stór-atriði, sem vér eigum krossi Ivrists
að þakka, er nýr skilningr á kœrleik guðs. Því þá þján-
ing, sem er eini vegrinn til ]>ess að vér öðlumst fvrir-
gefning, eða geturn öðlazt liana, hefir guð sjálfr tekið út.
Það var af kærleik, að Jesús lót líf sitt. Og sá kærleikr,
sem streymir frá Golgata, kærleikr, sem milíónir manna
hafa orðið varir við og vegsamað tilbiðjandi, liann lirífr
hjarta vort, því að hann kemr beint frá guði sjálfum. Og
því er það, að krossinn misbýðr ekki—einsog eðlilegt
kynni að virðast—réttlætis-tilfinning vorri og kemr oss
ekki til að reiðast alheims-stjórninni. Vér finnum til
þess, þótt lítt séum vér til þess fœrir að útskýra það, að
sá kærleikr, sem þar mcetir oss og tekr út harmkvæli fyr-
ir oss, er í sannleika persónulegr kærleilu* almáttugs
guðs. Jesiis er ekki aðeins góðr maðr, sem guð liefir
tekið og refsað öðrum til eftirdœmis eitt sinn fvrir öll;
öllu fremr liefir kærleikrinn œðsti lotið svo lágt að þola
píslir í stað syndugra manna, og vér sjáum skapara vorn
leggja það á sjálfan sig, sem endrlausn vor kostaði.
„Guð sætti í Kristi heiminn við sjálfan sig.“ Það var
ekki guð, sem þurfti þess við, að hann væri í sátt tekinn.
Bn það var guð, sem rétti höndina fram að fyrra bragði.
Því má aldrei gleyma. Að efninu tiL liefir þessi sann-
leikr verið mjög lieppilega sagðr á þessa leið: Guð er
kærleikrinn, segja sumir, og því sleppir liann friðþæg-
ing; en postularnir segja: Guð er kærleikrinn, því hann
veitir friðþæging. Og liann veitir friðþæging af eigin
lífi sínu, svo hún geti koinið til mannanna einsog ein-
ber gjöf.