Sameiningin - 01.04.1914, Blaðsíða 11
59
en tvær aldir; vers úr trúarljóðum lians liafa verið hið
fyrsta, sem íslenzk börn lærðu næst ,,faðir vori“, og vers
úr sálmum hans einatt verið hið síðasta, sem stirðnandi
tunga dey.janda manns hafði fram að bera.
„Dauðans stríð af þín heilög- hönd
hjálpi mér vel að þreyja;
meðtak þá, faðir! mína önd;
mun eg svo glaðr deyja.“
Svo hafa margir heðið, þegar lífsfjörið var að fjara út
og höndin var að kólna upj> og hjartaslögin að verða ó-
tíðari.
Sálmar Hallgríms Pétrssonar hafa verið leiðar-
stjarna óteljandi Islendinga á hinum liðnu öldum, leiðar-
stjarna frá vöggu tii grafar. Þeir hafa næst biblíunni
viðhaldið kristni þjóðarinnar, og verið saltið og ljósið í
trúarlífi hennar. Sú var tíðin, er varla var nokkurt
heimili á Islandi, þarsem þeir ekki væri um liönd hafðir
á hverjum vetri. Og hvílíka þýðingu það hefir haft getr
enginn maðr útmálað; enginn veit það nema guð einn.
Á allri 18. öldinni voru þeir hér um hil eina ljósið,*) sem
skein meðal þjóðar vorrar á þeim frábæra þrengingar-
tíma hennar. Ógurlegar hörmungar gengu yfir landið;
kúgun og áþján héldu þjóðinni í dauðans dróma; fáfrœði
og hjátrú gekk fjöllunum bærra, tímanleg evmd með alls-
konar óáran og þjáningum geysaði yfir. Lá nærri, að
íslenzka þjóðin dytti þá alveg úr sögunni; en hve mikinn
þátt hinir dýrðlegu sálmar Hallgríms áttu í því að gefa
þjóðinni þá þrautseigju, sem hélt henni þó við lífið, er
enginn lifandi kominn að greina. En.víst er um það, að
á þessum píningartíma þjóðarinnar gáfu þeir mönnum
kraft í þrengingunum með því að uppmála fyrir þeim
pínu og kvöl frelsarans, svo að það varð lífsakkeri þjóð-
arinnar og liinna einstöku sálna. Þessi dýrðlegu ljóð
lifðu líka á vörum og í hjarta manna; þau voru viðvör-
unar-raust og um leið uppörvun og hvöt. 0g svo um
1800, þá er dalalæða skynsemistrúarinnar, sem var nýja
guðfrœði þeirra tíma, óð yfir öll Norðrlönd og víðar, trú-
*) Sama Ijósiti skín reyndar <it-flr prédikunum Jóns biskups
Vídalins.