Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1914, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.04.1914, Blaðsíða 12
6o in dvínaði og Jesús var gjörðr að kennara og siðameist- ara eingöngu, þá náði hún ekki regluleguni tökum á ís- lenzkri alþýðu, mest, að ætlan minni, fvrir þá sök, að Passíusálmarnir stóðu einsog þéttr varnargarðr á móti. Og þegar forvígismenn þeirrar andlausu og máttvana stefnu reyndu til að rýma sem mest burt úr kirkjunni trúnni á guðdóm frelsarans með því að yrkja upp trúar- ijóð fyrri skálda, þá tókst þeim það vel í Danmörk, svo að kirkjusöngsbókin danska, sem þá var gefin út, varð eitt hið mesta andleysis-örverpi, er hugsazt gat; en þetta tókst þeim ekki eins á Islandi, af því hljómarnir frá Passíusálmunum voru sterkari en svo, að skynsemis- trúar-sálmabókin á íslandi varð þó aldrei eins ömurleg einsog liin danska. Já, liví skyldi eg vera að orðlengja þetta? í einu orði vil eg segja: Þess er enginn kostr að telja upp alla þá blessun, sem íslenzka þjóðin hefir haft af sálmum Hallgríms Pétrssonar. Yér getum að- eins lofað og vegsamað guð, sem gaf oss slíka gjöf. Og nú er íslenzka þjóðin heldr 300 ára æfiminning hins dýrðlegasta skálds síns, þá verðum vér að muna, að því fylgir mikil alvara, og það ætti að verða þjóðinni til and- legrar vakningar. Oss ætti að verða ljóst, fyrir hverja sök vér höldum slíka liátíð. — Tímarnir eru nú mjög al- varlegir í kristilegu tilliti. Nýja guðfrœðin, eða vantrú sú, er svo er nefnd, veðr uppi meðal þjóðar vorrar; hún afneitar sérstaklega þeirri kenning um pínu og- dauða frelsarans, sem svo dýrðlega er fram sett í sálmum Hallgríms, og berst á móti þeim kristindóms-álirifum, sem sálmar þessir hafa haft um langan aldr. Ef íslenzk þjóð vill aðliyllast þessa nýju stefnu, þá er það hlœgilegt að vera að halda minningarhátíð um þann mann, sem meir en nokkur annar stendr á móti henni og afneitar henni. 0g ef íslenzk þjóð ekki vill þekkja vitjunartíma sinn og vakna til kristilegs lífs og réttlætis fyrir friðþæg- ingardauða Jesú Krists, ef einstaklingar þjóðar vorrar, karlar og konur, kjósa að lifa í andlegu andvaraleysi og dauðamóki sofanda trúarlífs, þá fæ eg ekki betr séð, en að vér breytum einsog frelsari vor sagði um sína eigin þjóð, að þeir byggði upp legstaði spámannanna, sem for-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.