Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1914, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.04.1914, Blaðsíða 14
Ó2 var lians eigin reynslá, sem gaf honum þrek og þrótt í þrengingum hans. Því bað hann svo: „Oft lít eg upp til þín . augum grátandi, líttu því Ijúft til mín, að leysist vandi.“ Fyrir trú sína. á Jesúm Krist vann hann hinn dýrðlega sigr; á honum grundvallaði hann alla von sína; ekkert vissi hann sér til sáluhjálpar annað en Jesúm Krist og hann krossfestan. í trausti til Jesú Krists hafði hann hina sterku von í allri þrenging sinni, að þá er stríðið væri á enda, myndi hann öðlast hina eilífu sigrkórónu, og svo myndi guðs englar segja: „Sjáið nú þennan mann, sem allskyns eymd réð beygja áðr í lieimsins rann; oft var þá hrelldr hann. Fyrir blóð lambsins blíða búinn er nú að stríða og' sælan sigr vann.‘1 Já, eingöngu fyrir blóð lambsins og orð vitnisburðar síns vann hann sigr; og þótt hann væri fátœkr og fyrir- litinn af stórbokkum aldar sinnar, — þótt liann yrði að bera hinn þunga kross holdsveikinnar, og verða svo ár- um skifti að miklu leiyti sviftr Ijósi augna sinna, og loks- ins að deyja í lélegu lireysi, í aumurn moldarkofa, þá lifir minning hans og hefir enn sigrkraft til að leiða menn til réttlætis, þá, sem vilja sinna sannleikanum og hafna lyg- inni. Því er minning hans blessuð; því virðir heil þjóð hann fyrir sér í anda með þakklæti og vegsamar guð fyr- ir hann með lirœrðum hjörtum. ------o------- TRÚARLJÓÐ HALLGRÍMS PÉTRSSONAR OG LÍFIÐ. Brot úr rœðu eftir séra Kristinn K. Ólafsson. ,,MeS ciauðann í hjarta, þá dimm var tI8, þú dýrS gu'Ss tjáSir i 6Si.“ Þessi orð Steingríms Thorsteinssonar benda oss á, hvernig Hallgrímr Pétrsson hóf sig upp-úr þeirri líkam- legu eymd, er hann varð að þola, upp-yfir samtíð sína og

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.