Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1914, Síða 15

Sameiningin - 01.04.1914, Síða 15
63 tíðaranda, og varð svo áhrifamikill boðberi guðs dýrðar, að þjóð vor hefir ekki átt neinn, er við hann megi jafna. Margföld reynsla er fengin fyrir því, hvernig' trúarljóð lians hafa gefizt á eymda-tímum og örbirgðar í þjóðlífi voru og í lífi óteljandi einstaklinga. Þau hafa fœrt ljós guðs dýrðar inn-í hjörtu, þarsem hin ytri kjör voru svo bágborin, að þau liefði einungis getað leitt til örvinglun- ar og vonleysis. Væri saga hjartalífsins hjá þjóð vorri skráð, myndi koma í ljós, hve mikið af þrautseigju og þoli hennar gegnum eldraunir og hörmungar hefir átt rót sína að rekja til sálma ITallgríms, sem lifað hafa á vörum og' í hjörtum almennings fram-á vora daga. Um kraft Ijóða hans að þessu leyti mun varla nokkur efast. En ber ])á svo á að líta, að boðskapr ljóðanna sé einungis til þeirra, er ganga „með dauðann í lijarta og þá dimm er tíðí£? Þótt svo væri, ætti það eitt að vera nóg til að varðveita Ijóðin sem óviðjafn- anlega dýrmætan fjársjóð; því í raun og veru ganga allir með „dauðann í hjarta“, og þurfa á þeim sigri að halda, sem sigrar dauðann. Sú þörf til- heyrir engn sérstöku tímabili sögunnar. En svo ber engan veginn að ætla, að sökum þess að nú er ólíkr ald- arháttr þeim, er var á tíð skáldsins, sé enginn boðskapr í ljóðum hans fyrir líf samtíðar vorrar. Hætturnar þá og lengi þar á eftir voru hættur örbirgðar, kúgunar og vonleysis. Vér, sem nú lifum, erum börn meðlætis og velgengni, í samanburði við ])á, er þá lifðu. Aðrar hætt- ur steðja að oss. Áföll velgengni eru ekki síðr hættuleg en áföll hörmunga. Hafi þröng lífskjör og erviðleikar á þeirri öid viljað sjúga lúóð og merg úr þjóð vorri lík- amlega og andlega, vilja nautnir og léttúð nú allt leggja undir sig, og þarsem það tekst, verða afleiðingarnar hin- ar sömu. Ekki sízt er ástœða til þess fyrir oss hér í vestrbyggðum að gefa þessu gætr, því sterldr straumar þessa eðlis eru hér umhverfis oss, og vilja svelgja oss upp. Eigingirni og stundarmunaði er svo víða skipað í hásætið. Af því leiðir, að einstaklingrinn gjörir væg- ar kröfur til sjálfs sín, og sinnuleysi og rœktarlevsi við það, sem helgast er, fær byr undir vængi. Hvað myndi

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.