Sameiningin - 01.04.1914, Síða 17
65
heillaríkt, lieldr hið gagnstœða, og að heimilislífið hafi
því stundum valdið honum mikils sársanka. Það má
því virðast, að liann hafi smakkað hikar grasgarðsins
einnig’ að því leyti, sem mennirnir smakka þann hikar.
Það má virðast, að hann hafi mörgum fremr þekkt sárs-
auka lífsins.
En hvernig varð svo framkoma hans í þessarri gras-
garðs-raun? Hvernig álirif hafði krosshurðrinn á Kf
hans ?
Hann fœrðist alltaf nær og nær guði sínum. Hann
komst fyrir krossburðinn í innilegra samfélag við hann.
Hann verðr meir og meir sannr bœnarmaðr; og bœnin
heit og hljúg her hann á vængjum sínum með allan sárs-
aukann inn-í faðm frelsarans. Og þar vill hann vera.
Hann fer að syngja guði lof í ljóðum og sálmum. Og
hvert lians ljóð verðr „svo liátt og djúpt og einfalt og
fullt af guðs krafti.“ Og er liann syngr þessi háfleygu
ljóð um synd mannanna og náð guðs, sem oss hólpna
gjörir, verðr trúin hjá lionum sjálfum æ dýpri og hærri,
ákveðnari og heitari.
En hví skyldi nú íslenzka þjóðin geyma minning
]>essa krossbera? Og hví skyldum vér, sem komnir erum
til heimsálfu þessarrar, langt hurt frá landinu, sem ól
hann, geyma minningu lians, sem fyrir þremr öldurn
fœddist útá Islandi? Hví skyldum vér lielga sérstakan
guðsþjónustudag minningu hans?
Af því að hann hefir kennt oss svo marg't gott. Af
því að hann hefir vakið og viðhaldið í hjörtum svo
margra íslendinga lifandi kristindómi. Hann hefir öll-
nm íslendingum fremr kennt oss djúpa og sanna auð-
mýkt, og undirgefni lotningarfulla undir guðs vilja.
Hann hefir prédikað í ljóðum sínum svo hreinan og á-
kveðinn kristindóm. Hann meðtók með trúuðu hjarta
fagnaðarboðskap biblíunnar um Jesúm Krist, eingetinn
son guðs, í heiminn kominn til að lifa og deyja mönnunum
til frelsis, til að friðþægja fyrir vorar syndir, svo vér gæt-
um komizt í sátt og samfélag við guð. Og er hann hafði
þenna boðskap meðtekið, prédikaði hann lmun lands-
mönnum sfnum, eða öllu heldr: söng hann inn-í hjörtu