Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1914, Síða 19

Sameiningin - 01.04.1914, Síða 19
6 7 SKÓLI KIRKJUFÉLAGSINS. Eftir séra líúnóif Marteinsson. Þessi stofnun hefir nú staöið rúma fimm mánuöi. í lok þessa mánaöar verör honum (dagskólanum) sagt upp í þetta sinn. AÖ öllu því lejdi, sem eg veit, hefir fyrirtœki þetta heppnazt: góö aösókn (17, þegar flest var), góð rœkt lögö viö námið af hálfu nemenda og ánœgja ríkjandi í skólanum. Eg, sem hefi stj'rt skóla þessum, finn mér sérstaklega ljúft aö geta þess, hve heppinn eg hefi veriö meö meðkennara mína: hr. Jónas Jónasson fyrir nýjár og hr. Baldr Jónsson síöan. Báöir þeir hafa reynzt hinir ákjósanlegustu sam- verkamenn og ötulir og vinsælir í kennslustarfi sínu. Sumir voru í haust hræddir urn, að ekki yrði eins mikið um skemmtun hjá oss og hinum skólunum i bœnum, og má vera, aö það hafi reynzt satt; en ekki hefi eg orðið þess var. að námsfólki voru hafi leiðst. Mér hefir fundizt það skemmta sér vel á öllum fri- stundum. Á ýmsan hátt hefir þaö einnig notiö félagslegra skennnt- ana. Þaö hefir tekið nokkurn þátt i stúdentafélaginu íslenzka. Það félag veitti þegar í haust nemendunt vorum sörnu réttindi sem náms- fólki frá öörum œðri skólunt. Auk þess hefir þaö notiö góös of ung- mennafélögum íslenzku safnaðanna. Ungmennafélag Skjaldborgar- safnaöar, Bjarmi, bauð öllu námsfólkinu, að meötöldum öllum þeim, er sóktu kvöldskólann, eitt sinn heim í vetr. í annaö skifti buðu kennararnir öllum skólanum til sleðaferðar. Að henni lokinni komu allir í Skjaldborg og þágu góögjöröir af kvenfélaginu. Ein kapp- rœða fór fram milli skólans og Bjarma, og báru nemendr skólans sigr úr býtum. Liti hefir námsfólkiö valið sér. sem einkenni skólans. Það eru litir hins íslenzka fána: blátt og hvítt. Kvöldskólanum er nú lokið; stóð hann alls fimm mánuði. Var nemendum nokkuð tekið að fœkka síðustu tvær vikurnar, en sumir voru þar alla þessa finnn mánuöi. Aðsókn að enskukennslunni var mjög viðunanleg. Œskilegt heföi verið, aö miklu fleiri heföi notið kennslunnar í íslenzku. Fengum vér til þess menntamann og kenn- ara ágætan nýkominn frá íslandi, hr. Ólaf Kjartansson, og hefði nú verið ánœgjulegt að geta sagt, að fólk vort hefði kunnað að meta það, einsog eg veit, að námsfólkið, sem hjá honum var, mat hann. Einn Englendingr, hr. O. P. Lambourne, naut tilsagnar í íslenzku á skólanum. Kennari hans var hr. J. Gillies. Það kemr brátt í ljós, hverri sóma íslendingar í Ameríku vilja sýna þessarri stofnun. Nema hún finni náö í þeirra augum, getr hún ekki lifað. Hvað segið þér, konur og menn! á skólinn að lifa eöa deyja? o-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.