Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1914, Síða 22

Sameiningin - 01.04.1914, Síða 22
7° sæi engan, sem liti út fyrir aö vera Islendingr. Þó œöi-margir menn voru þar á sveimi. Jú, eg sá þar roskinn mann, sem vel gat veriö íslendingr. Talaöi eg til hans á íslenzku, en hann hristi höf- uöiö og svaraði mér á slæmri og hálf-bjagaðri ensku. Þetta var Svii en ekki íslendingr, og átti heima þar í nágrenninu. Norskir og sœnskir bœndr eru furðu líkir íslenzkum bœndum í sjón, þær stéttir líkari hvor annarri en aðrar stéttir meöal Norðlanda-þjóöa, að því er mér virðist. Má vera þetta sé aðeins í mínum augum og þá að einhverju leyti ímyndan tóm. Býst hálfpartinn við, að einhverjir verði mér ekki samdóma í þessu fremr en í sumu öðru. Bót í máli, að það stendr þá ekki á miklu. Eg fór að líta mér eftir gistihúsi. Það var auðfundið. Einung- is eitt slíkt hús er til á staðnum, og ekki langt þangað frá járnbraut- arstöðinni. Eigendr þess eru íslenzk hjón, Árni Lundal og kona hans. Kannaðist eg ofrlitið við Árna frá Winnipeg, frá því er við vorum þar báðir, fyrir nálega tuttugu árum. Vissi ekkert, hvar hann var niör kominn, þar til eg rakst þarna á hann. Umferð virðist vera mikil á Mulvihill að vetri til, ef dœma skal af gestahópnum þetta kvöld sem eg var þar. Menn voru sem óðast aö flytja fisk til braut- ar, bæði alla leið vestan frá Manitoba-vatni og frá Dog Lake, sem er töluvert nær. Margir slíkra ferðamanna voru í nætrgesta-hópn- um í þetta sinn. Þar hitti eg Halldór, son Eggerts Stefánssonar fbróöur Kristins skálds StefánssonarJ. Eggert bjó áðr á Brautar- hóli í Geysisbygð í Nýja Islandi. Frá þeirri tíð kannaöist eg við Halldór. Hann var þá urn fermingaraldr, fremr lítill vexti, en vel viti borinn, og man eg, aö mér þókti skaði, að hann skyldi ekki geta orðið settr til náms. Nú var Halldór orðinn þrekinn meðalmaðr á vöxt. Þekkti eg hann ekki í fyrstu, en áttaði mig brátt. Með Hall- dóri var sonr Kristjáns Eiríkssonar, bróður Jóhannesar kennara Eiríkssonar, sem margir kannast við. Eggert Stefánsson, Kristján og einhverjir fleiri hafa numið lönd austan við Dog Lake. Pósthús þeirra er Pebble Beach. Líðr þar allvel að sögn. Til Mulvihill kom þetta kvöld Kristján bóndi Pétrsson, sem býr norðarlega í Siglunesbyggð, en hann var sá maðr, er heimatrú- boðsnefndin hafði samið við um, að mœta mér við járnbrautina og keyra mig vestr að vatni. Ekki mundi eg fyrst i stað eftir að hafa áðr séð Kristján, en við nánari íhugun mundi eg þó eftir honum, frá því hér áðr, er hann átti heima á Point Douglas í Winnipeg. Krist- ján er miðaldra maðr, hinn viðkunnanlegasti, prýðis-vel skýr, tölu- vert lesinn og fróðr, en hœgr maðr og stilltr. Urðum við Kristján brátt kunnugir og féll vel á með okkr. Hélzt það svo lengi sem sam- vistir okkar náðu þar norðr-frá. Að morgni þess 8. Jan. var lagt á stað frá Mulvihill vestr til Siglunesbyggðar. Snjór nokkur hafði fallið um nóttina. Var ekki vanþörf á, því vegir höfðu nálega auðir verið áðr. Klukkan tæpt átta var lagt upp. Sá eg þá, rétt í því við vorum að fara, bónda einn vestan úr Siglunesbyggð, Eggert Sigrgeirsson. Hafði hann verið

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.