Sameiningin - 01.04.1914, Síða 23
71
einn gestanna þarna um nóttina. Kristján baS hann auglýsa guSs-
þjónustu næsta sunnudag (11. Jan.ý í skólahúsi SiglunesbyggSar,
því svo hafði okkr talazt til, aS eg hagaSi starfi mínu um næstu
helgi. Ekki kynntist eg Eggert þessum neitt, en heyröi hann talinn
myndarmann og dugnaðar. Hann er uppeldissonr Davíös Guö-
mundssonar, prests aö Hofi i Hörgárdal, er átti systur Jóhanns
Briem viö Islendingafljót, Valdemars biskups og þeirra systkina.
Eggert fluttist af fslandi fyrir örfáum árum og kvaö vera á góöum
vegi að veröa góðr bóndi þarna í byggðinni. JMeira.J
--------0--------
Lögin sem Hallgrímr Pétrsson orkti Passíusálmana undir,
Úr ritgjörð hr. Jónasar Jónssonar sóngfrœðings í
f> jóðvinafélags-Almanakinu 1914.
Passíusálmar Hallgríms Pétrssonar eru mesta meistaraverkið af
ljóöum hans, og bera þeir jafnvel enn ægishjálm yfir mestallan sálma-
kveðskap vorn.------- — h egar vér lesum þá eða heyrum þá sungna,
getum vér nokkurn veginn fengið vissu um það, hvort Hallgrímr
hafi verið söngfróðr eða ekki. Að vísu hafa nú á síðustu tímum
sum lögin þótt nokkuð þunglamaleg, og finna það einkum þeir, sem
ekki þekkja kirkju-tóntegundirnar gömlu. en hafa vanizt hinum nýrri
söng. Þá þykir hann og stundum ekki yrkja eftir réttri áherzlu
samkvæmt nútíðarhætti, og því var ekki heldr að búast við. Hann
yrkir sálma sína rétt undir lögin einsog þau voru sungin á hans
tíma; en þá var oft aðskilin áherzla í orðurn og áherzla í söng, sem
nú er hnitmiðað saman í söngliðum, sem stundum .eru þó óeiginlegir
voru íslenzka rnáli, t. d.. jamhiskur háttr, sem nú er þó hæstr í tízk-
unni hjá oss, með öllum sínum hortittum og áherzlulausu eins atkvæð-
is-orðum, og verða því flest jamhisk ljóð og sálrnar að byrja á „Ó“
og ,,Nú“ eða einhverju öðru kraftlausu eins-atkvæðis-orði: „Bœnin
má aldrei hresta þig“ verðr því ekki sungið með réttri áherzlu í nú-
tíðar jambiskum hætti, en versið er orkt laukrétt eftir gamla söngnuni
(3/4 taktj, og svo er nálega ávallt í Passíusálmunum; jjeir eru rétt
■orktir undir lögunum einsog jiau voru sungin, og öll eru þau valin
eftir grundaðri jjekking á þeim. T>egar lög voru fundin við sálrna,
voru þau oft valin út-af einhverjum ritningar-texta, og eru sérstak-
lega mörg út-af efni úr Davíðs sálmum, Esajasar spádómsbók og orð-
um Krists í nýja testamentinu. Frá 16. öld er til flokkaskipun yfir
þessi lög, og þeim raðað niðr eftir helgidögum ársins, og var sú
flokkaskipun nokkurskonar leiðarvísir (Signatnra temporis) fyrir
forsöngvara og organleikara með val á lögum jæirra sálma, sem
orktir voru undir sarna bragarhætti. en ólikir að efni.
Lögin við Passíusálmana hefir Hallgrímr valið úr Grallaranum
og fyrstu útgáfum Hóla-sálmabókanna, ])vi að ]>ar eru þau öll, nema
lagið við 36. sálminn, sem J)á var ekki til í íslenzkum bókum, og enda
yngst allra laganna. Sálmarnir voru ætlaðir til söngs á rúmhelgum