Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1914, Page 24

Sameiningin - 01.04.1914, Page 24
72 dögum föstunnar, og tók hann ekkert lag úr sj'álfum föstusöng Grall- arans, sem sunginn var á helgum dögum, nema skírdagslagið viö 23- sálminn. Sjá má, aS lögin eru valin af þekking, áf ]íví aö þau eiga allsstaðar nákvæmlega við efni sálmanna og hugleiðingar, sem dregnar eru út-af textunum. Þannig er t. d. valiS viS 26. sálminn lag út-af 26. sálmi DavíSs; lagiS viS 28. sálminn út-af 51. sálmi Davíös; lag 46. sálmsins út-af 142. sálmi Davíðs, — og svo er þaS meS öll lögin. Þegar þau eru athuguS nákvæmlega, finnr maðr, að þau eru valin af sérþekking á þeim, en ekki af neinu handahófi. LagiS viö 1. Passíusálminn er upphaflega búiS til viS 142. sálm DavíSs, sem er „bœn móti óvinum“, og er ekki illa til falliS að byrja sálmana meS því fagra lagi. 1 lagi þessu felst lika morgun-hugleiS- ing; en annars er lögum Passíusálmanna raðað svo niSr, aS manni kemr til hugar, aö þeim sé af ásettu ráði flokkað niðr eftir atburðum og sólargangi dagsins ("föstudagsins langaj, og eru þá 16 fyrstu sálm- arnir orktir undir lög, sem benda á morgun-hugleiSingar, og sum þeirra beinlínis morgunsöngs-lög, t. d. 7.-9. og 11.-16. sálmsins; þá eiga hin öll viS daglegar hugleiSingar, nema 6 þau siðustu, sem eru kvöldsöngvar eSa líksöngs-lög. Annars voru jarðarfarar-lög fyrrum náskyld morgunsöngs-lög- um, og var þannig lagiS: Jam moesta quicsce querela f„Þér ástvinir! eyðiS nú hörmum“J margar aldir jarðarfarar-lag; en nú er þaS orðiS jóla-lag: „Hin fegrsta rósin er fundin". 1 jarSarfarar-lögum var fólgin ró og gleSi, og fögnuðr yfir því, að hinn framliðni hefSi fengiö hvild frá jarSneskum sorgum og áhyggjum og væri horfinn til sælli heima, þarsem væri ævarandi fögnuSr og gleSi Sorgar-lög, dimm og þrungin af harmi og örvænting, þekktust ekki viS jarSar- farir. — Sálmrinn „Allt einsog blómstriS eina“ er orktr undir laginu „Dagr í austri öllum“, því lagi, sem vér höfum enn viS sálminn, og er þaS morgunsöngs-lag (dagvísu-lagj, þýzkt aS uppruna, en alkunn- ugt á öllum NorSrlöndum á 16. öldinni. Nú er þetta lag allsstaðar gleymt nema hjá oss, og er þaS þó'eitt hiS fegrsta jarSarfarar-lag. Frá Argyle-söfnnðum. Á ársfundum safnaðanna hafa þessir embættismenn veriS kosnir: Hjá Fríkirkju-söfnuði-—fulltrúar: Kr. B. Jónsson, A. Oliver, J. A. Walterson, T. Arason og Þorst. Hallgrímsson; djáknar: Mrs. P. FriSfinnsson og Hólmkell Jósefsson. Hjá Immanúels-söfnuði—fulltrúar: C. Johnson, Ó. Anderson, Jón Klemensson, H. DaviSsson og S. K. Anderson; djáknar: Mrs. Þ. Anderson og Sigrjón Christopherson. Pljá Frelsis-söfnuði—fulltrúar: O. Frederickson, J. Á. Sveins- son, Helgi Helgason, B. S. Johnson og Páll Andrésson; djáknar: Mrs. H. Christopherson, S. Antóníusson og Jón Ólafsson. Samkvæmt skýrslum, er fram voru lagöar, voru guSsþjónustur í öllum söfnuSum Argyle-prestakalls á síSastliÖnu ári 128, altaris- gestir 216, eSa rúmlega 60% fermdra safnaSarlima, skírö börn 32,

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.