Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1914, Side 27

Sameiningin - 01.04.1914, Side 27
meistara í Reykjavík. Annars var hún meö foreldrum sínum stöö- ugt, fyrst á Klippstað, svo i Berufiröi og síöast á Valþjófsstaö, á Fljótsdalshéraöi. háöir hennar var prestr á öllum þessum stööum. Þann 14. Ágprst 1872 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Nikul- ási Jónssyni timbrmeistara á Seyðisfiröi. Þar var hún þangaö til hún, meö manni sínum og börnum, fluttist til Ameríku sumariö 1883. Settust þau að í byggö íslendinga í Norör-Dakota og bjuggu lengi á eignarjörö sinni við Hallson í Pembina County. Búskap hættu þau hjón fyrir nokkrum árum og dvöldu síðan. eftir eigin vild og vali, til skiftis hjá dœtrum sinum, Kristbjörgu, konu Sveins Thorwaldssonar, bankastjóra á Mountain, N.-Dak., og Önnu, konu W. H. Paulsons, nú í Leslie, Sask., þarsem hún dó. Böm þeirra hjóna eru þessi: Pétr, timbrkaupmaðr i Mozart. Sask., kvæntr Önnu Stephensen frá Seyðisfiröi; Anna og Kristbjörg, sem fyrr var getið; Sigríðr, kona Hallgríms Guttormssonar Sigurðs- sonar faf AustrlandiJ og Ólafía. Systkini Þórunnar hafa þjóðkunn verið: Sigríör, kona séra Þorsteins Þórarinssonar, er síðast var prestr að Heydölum, og Guð- mundr, einn af frumherjum íslenzka landnámsins í Minnesota-ríki; bæöi á lifi. En brœðr hennar, sem dánir eru, voru: Björn, sá er Únítara-trúboöiö hóf meöal íslendinga hér í landi, Jón, sem kallaði sig Skjöld, einsog afi hans, Jón vefari, og Stefán, síðast prestr aö Hjaltastað í Noröur-Múlasýslu. Þórunn Pétrsdóttir var vel ættuð, en lítt verör skýrt frá þvi hér. Fáðir hennar var séra Pétr Jónsson, Þorsteinssonar vefara, er tók sér auknefniö Skjöld, þá er hann var í útlöndum að nema iðn sína. Brœör Jóns voru: Guttormr prófastr að Hofi og Hjörleifr prestr á Hjaltastað. Sonr Jóns og bróöir séra Pétrs var séra Jón Austfjörð. Móðir Þórunnar var Anna Björnsdóttir prests. Um hann segir Páll Melsteð í „Endrminningum" sínum: „Séra Björn Vigfússon á Eiðum, bróöir séra Benedikts á Hólum í Hjaltadal, var og merkis- maðr. Menn sögðu um hann, að eigi myndi sjást glæsilegri prestr en hann í öllum messuskrúða, og öll prestsverk létu honum vel.“ Sá, sein þetta ritar, er hinni látnu of nátengdr til þess að vilja segja neitt um persónu-gildi hennar. Endrminningin, sem hún skilr eftir hjá ástvinunum, er þeirra séreign, og þarf ekki að komast á prent til þess að geymast. En þaö tel eg víst, að allir, sem hana þekktu, kannist við, að þar hafi kallazt burt úr hópi vorum ein hin merkasta kona fyrir sakir hœfileika og höfðingskapar, og margra annarra frábærra kosta. Þórunn var meðlimr Kristnes-safnaðar. Hún var jarðsett í grafreit þess safnaðar 20. Marz. Séra Haraldr Sigmar jarðsöng hana. W. H. P. Því miðr veröa ýmsar dánarfregnir og safnaða-fréttir, sem koina hefði átt í þessu blaði, að bíða næsta blaðs, sökurn þess, að sumt af fréttamáli því, sem von var á aðsendu, var ekki komið áðr en

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.