Sameiningin - 01.04.1914, Qupperneq 32
Morguninn eftir var gjaldkeranum sagt að borga Jóni helmingi
hærra kaup, af því hann var svo viljugr.
Fám vikum sí'ðar var dýrasýningar-flokkr á ferð þar um strætið,
og einsog við mátti búast hlupu allir búðarmennirnir út-fyrir búðina
til að horfa á. Þjófr sá sér þá fœri og skautzt inn-um dyr aftast í
búðinni. Þegar hann var að stinga á sig því, sem fyrst varð fyrir
honum, vissi hann ekki af fyrr en Jón litli flaug á hann og tafði svo
fyrir honum, að hann varð handsamaðr. Húsbóndi spurði Jón, hví
hann hefði ekki hlaupið út-fyrir með hinum búðarmönnunum til að
horfa á dýrin. „Þér höfðuð sagt mér að fara aldrei úr búðinni,
þegar enginn annar væri þar“—svaraði Jón—, „og því varð eg eftir.“
Gjaldkera var sagt að hækka enn kaup Jóns um helming, af þvi
að hann væri bæði viljugr og trúr. ;
Hann er nú forstöðumaðr sunnudagsskóla og einn af eigendum
lyfjabúðarinnar.
Gáta.
1 orðinu, sem á að finna, eru io stafir.
S„ 8., 9., 10. og 6. stafrinn: nafn eins af œöstu prestum Gyðinga.
8., io„ 4„ 5. og 9. stafrinn: nafn eins af spámönnum Gyðinga.
2„ io„ 6„ 4. og 3. stafrinn: nafn á drottningu, sem nefnd er í Est-
erar-bók.
i„ 5., 7., 6. og 4. stafrinn: árstíð.
Allt orðið er nafn á hátið.
KVlrrAr) FYRIR.
Heimatrúboðs-sjóðr. — Selkirk-söfn. $9.85; sd.sk. Selkirk-safna'öar
$3.00.
Heiðingjatrúboðs-sjóðr. — Jóhannes Jóhannesson, Icelandic River,
$5.00; Selkirk-söfn. $6.00; sd.sk. Selkirk-safn. $2.75; sex fermingarbörn
I Markerville, Alta„ $10.00.
Gamalmenna-hælið.—Jóhannes Jóhannesson, Icei. River, $5.00.
Bókuin kirkjufélagsins verðr lokað 31. Maí; þá er fjárhagsárið á
enda. pví er þaö nauðsynlegt, að allir peningar sé komnir inn til mín
íyrir þann tíma. — Sérstaklega vil eg minna þá söfnuði, sem ekki hala
þegar greitt hið ákveðna safnaðargjalil, að greiða það fyrir þann dag.
Virðirigarfyllst,
JÓX J. VOPNI, féh. kirkjufél.
Box 3144, Winnipeg, Man.
“BJARMI", kristilegt heimilisblað, kemr út I Reykjavlk tvisyar á
mánuöi. Ritstjóri Bjarni Jónsson. Kostar hér I álfu 75 ct. árgangr-
inn. Fæst i bókabúð H. S. Bardals I Winnipeg.
„NÝTT KIRKJUBTjAí)“, hálfsmánaðarrit fyrir kristindóm og kristi-
lega menning, 18 arkir á ári, kemr út í Reykjavík undir ritstjórn hr.
pórhalls Bjarnarsonar, biskups. Kostar hér í álfu 75 ct. Fæst I bóka-
verzlan hr. H. S. Bardals hér í Winnipeg.
,,EIMRICIí)IX“, eitt fjöibreyttasta islenzka timaritið. Kemr út í
Kaupmannahöfn. Ritstjóri dr. Valtýr Guðmundsson. 3 hefti á ári,
hvert 40 ct. Fæst hjá H. S. Bardal i Winnipeg, Jónasi S. Bergmann á
Garðar o. fl.