Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1917, Blaðsíða 2

Sameiningin - 01.02.1917, Blaðsíða 2
354 Vita mættu þeir það heima, að háttunum náum vér “Landar” full-tímanlega í Prókrústesar-sænginni hér, þótt ekki sé þeir að kasta beinahnútum sínum í oss alla vökuna. Margir hér vilja að kvöldvakan verði sem lengst og vilja gjarnan fá í friði að hlusta lengi enn á húslesturinn ís- lenzka. pví óhappaverki verður ekki gleymt í þessu sambandi, þá tilraunir Vestur-fslendinga, til að styðja fjárhagslega nauðsynja-fyrirtæki ættjarðarinnar, voru brennimerktar fordild. Oss uggir það, að úr þeirri arfasátu muni lengi rjúka. Á sömu bókina eru lærð umyrði Reykjavíkur-blaðs- ins (pjóðstefnu), sem telur bölvun stafað hafa af afskiftum Vestur-íslendinga af eimskipafélaginu, kennir þeirn um fyrstu deilumar, sem risið hafa í því félagi. Má vera að rétt sé það, sem kennir vor únítariski bróðir um “lítilþægni” vor “landanna”. Værum ef til vill meira metnir, ef færri gleyptum vér önglana. Ekki skal til þess tekið, þótt ekki fengi tillaga vor um sameiginlegt hátíðarhald nú á minningar-ári siðbótarinnar bergmál í kirkjulegum hljóðaklettum fslands. pað er engin von, að þeir, sem ekki vilja kannast við oss sem landa sína, vilji heldur við oss kannast sem trúbræður. pað er svo margt skrítið í Harmoníu, — og eins er það með frjálslyndið. Nú hefir drukkið verið hið lakara vínið; á eftir kem- ur betra vín. pað var heillastund, þá dr. Guðm. Finnbogason sótti heim bygðir “Landa”. Hann færði ísland talsvert nær Ameríku og vígði hér marga brunna. Vér trúum því, að hann muni einnig flytja Vestur-fslendinga nær frændum þeirra heima, þó enn sé ekki frásögn hans komin á prenti fvrir sjónir al- mennings. Sterklega hafði hann í huga, þegar hann hvarf héðan, að fræða menn rétt um hag vorn og hugsunarhátt, þegar heim kæmi, og gera sitt til að brúa dýpið. pað má og telja góðs vita, að íslendingar bjóða nú heim Stephani G. Stephanssyni. Munu það flestir mæla, að hann sé þess heiðurs manna maklegastur, þar sem hann er nú sá eini í hópi Vestur-íslendinga, sem náð hefir alþóðar viður- kenningu í sinni grein. Frá kirkjulegu sjónarmiði má þess geta, að þótt ekki

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.