Sameiningin - 01.02.1917, Qupperneq 5
hefir átrúnaðurinn ávalt verið talinn eitt aðal-einkenni þjóð-
ernisins; þjóðræknin ekki síður verið við trú feðranna
bundin, en tungumál þeirra.
pað er íslenzki andinn, sem mest er um að gera, meira
jafnvel en þeir líkamir hljóðs og lita, sem hann hefir að
verkfærum. pað er alt innrætið, lundin, meðvitund góðs og
ills, og allar hugsjónir sannleika, réttlætis og drengskapar.
pað er þessi innri íslendingur, sem á að lifa að eilífu, þótt
hinn ytri deyi. Og við hann á að leggja rækt, svo hann
verði afl til góðs og kraftur til lífs í amerísku þjóðlífi meðan
heimur stendur.
pessum íslending þarf að fylgja og leiðbeina, blása í
hann þúsund-ára sál feðranna og tileinka honum viljakraft
og tilfinningamagn áa sinna.
þar fyrir er sá beztur fslendingur, sem minstum tak-
mörkum bindur möguleika íslenzkrar sálar, þorir að kasta
sér í hvaða straumiðu, sem er, og veit að íslenzka eðlið læt-
ur sér ekki til skammar verða. Hinn heggur nærri íslenzk-
unni, sem afsníður greinarnar jafnóðum og þær laufgast á
hérlendum meið og lætur loks ekkert eftir standa annað en
kalinn stofninn.
Á víð og dreif.
Á öðrum stað í þessu blaði birtist í íslenzkri þýðing rit-
gjörð eftir lúterskan prest í Bandaríkjunum. í þeirri grein
felst umhugsunarefni alvarlegt fyrir alla kristna menn.
Lítill vafi er á því, að þar er ekki tekið á ímynduðu meini—
að menn ætlast fremur til stundaránægju en frambúðar-
gagns af stólræðum prestanna, ekki svo að skilja, að það
sitji vel á prestum, að deila hart á leikmennina fyrir þetta,
því hótfyndnin er engu minni hjá kennimönnunum sjálfum,
þegar þeir hlusta hverjir á aðra—eða svo vill það oft verða.
f þessu efni þurfa allir yfirbótar við, prestar jafnt sem leik-
menn. Kristnir menn eiga að sækja Guðs hús til að tilbiðja
skaparann og uppbyggjast í orði hans, en ekki til að stytta
sér þar stundir við ræðumanns-tilþrif. pað er grundvöllur
sönglistarinnar, að æfa eyrað, að geta fyrir þá æfing heyrt
og skilið sönginn og haft gagn af honum. Sama má segja