Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1917, Síða 19

Sameiningin - 01.02.1917, Síða 19
371 þekti hana mæta vel: “Hún var stór kona vexti og fríð sýn- um og hin tignlegasta; svipurinn var hreinn og einarðlegur, framgangan frjálsleg og fyrirmannleg, en þó látlaus; mál- rómur hennar var kröftugur og áhrifamikill, en þó viðkunn- anlegur; í viðmóti var hún glöð og skemtileg, en þó voru orð hennar með öllu laus við glens eða gáska, Hún hafði sterk- an vilja til að vera sem mest til uppbyggingar og láta sem mest gott af sér leiða. Hún skoðaði ekki lífið sem leik- fang, heldur sem gjöf Drottins, er mikil ábyrgð fylgdi.” peir, sem þektu Ingibjörgu allra bezt, sögðu svo, að hún hafi haft alla þá kosti, er þeir vissu að konu gæti prýtt. Bjöm Jónsson, ritstjóri “ísafoldar”, ritaði þannig við frá- fall hennar, að hún hafi staðið fult svo ofarlega í sinni stétt, sem séra Tómas bróðir hennar í sinni stöðu. Mörgum mun enn í minni af þeim fjölda, sem kom að Barkarstöðum, hin stórvaxna, skörulega og tignarlega kona, sem aldrei átti svo annríkt, að ekki kæ,mi út á móti gestum, sem að garði riðu. Að hún var höfðingleg ásýndum, vottar séra Matthías í flokki þeim, er hann kvað eftir hana: Sópaði svo að svanabrautar glóðagefn sem á Gunnlaugs tíð og fornfljóða fagurbragur skein um skaut á skaraheiði. Barkarstaðir er næst insti bær í Fljótshlíð, og er fallega settur, í þeirri fríðu sveit, sem skáldið segir: Brosir bær á Barkarstöðum, sem brúðfaðmur brautfarendum. par var gestakoma mikil, þó langt væri úr þjóðbraut. Man eg eftir þeim stóru hópum, sem riðu þangað frá kirkjunni í Eyvindarmúla, á sumrin; fólk sótti að þeirri kirkju úr ná- lægum sveitum, til þess að fá tækifæri til að koma að Barkarstöðum, ekki síður en til að hlýða messu. Rausnin þar var alþekt, enda skorti ekki föng, og fanst öllum mikið um, er þar komu, fyrirmannlega og þokkamikla framgöngu húsfreyjunnar ekki sízt. pegar hún kom á manna mót, sópaði ekki síður að henni. Hún sómdi sér þar betur en aðrar konur. Hún skipaði öndvegi í öllum samkomum sveitarinnar. Hún var orðspakari og einarðari en aðrar konur, þó með kvenlegu fasi og þíðu geði. Allir báru virðingu fyrir henni fyrir mannkosti hennar og gáfur og föstu lund, og vinsældir hafði hún að sama skapi. petta vitnar Matthías: Fylgdi þar fjörvi fyrirhyggja og alvara örleiks blíðu,

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.