Sameiningin - 01.02.1917, Qupperneq 10
362
og óskar ekki eftir neinu fremur, en að ganga í augun —
eða gleraugun, réttara sagt—á hefðarkvendum, sem slá
honum í spaugi gullhamra eftir messuna, og segja: “ó, það
var falleg ræða.”
Ekkert er eins átakanlega niðurlægjandi fyrir sam-
vizkusaman kennimann, sem vildi koma fram í stólnum eins
og sannur guðsmaður og erindsreki Krists, heldur en þessi
dagdómur: Falleg ræða! Svo ætti engin ræða að vera.
Hinum “gamla Adam” ætti að líða afar-illa undir ræðunni;
hún ætti ekki að láta hann í friði, hún ætti að nista hjarta
hans. Sá, sem er sí-hræddur við árekstur, hrindir aldrei
neinu góðu af stað. Sá, sem ekki þorir að særa tréð, sníð-
ur aldrei dauða grein af því. Sannur kennimaður skoðar
sjálfan sig sem erindsreka Guðs; hann kemur fram fyrir
fólk sitt með þessi miklu skilaboð: “Svo segir Drottinn”—
og það á að vera honum 'fyrir minstu, hvort fólkinu er ljúft
eða leitt að heyra þá orðsending. pegar mannssálin glímir
við Guð, og líf hennar eða dauði er undir komið úrslitunum,
þá er það hvorki meira né minna en helgidóms-saurgun, að
trana sér fram með þessa léttúðugu spumingu: “Hvemig
þótti þér ræðan?” Hvað stoðar það, þótt alvaran hafi
aldrei verið meiri hjá prestinum, eða krafturinn, ef óhreinir
fuglar fljúga í kring að lokinni guðsþjónustu, og tína upp
góða sæðið. Andlegar hvatir eru auð-slökktar. pað er
ekkert þrekvirki að kæfa nýfædda tilfinning. Léttúðugt
orð, vanheilög samræða, getur afmáð öll áhrif ræðunnar.
Varið yður á ránfuglunum óhreinu við kirkjudyrnar, þeim
er eta upp góða sæðið. par er fremst í flokki gáleysis-
spurningin léttúðuga: “Hvernig þótti þér ræðan?”
G. G.
Trúboðslæknirinn og landstjórinn.
Eftir séra F. UallgTÍmssou.
í Armeníu, sem er austast í Tyrkja-löndum í Litlu Asíu,
er borg að nafni Van, höfuðborg í héraði samnefndu; þaðan
eru um 80 e. mílur austur að landamærum Persalands.
Borgarbúar voru um 50,000 og var helmingur þeirra kristn-
ir Armeníumenn, en hitt Tyrkir og Kúrdar, sem eru Múha-
meðstrúar og svamir óvinir kristindómsins. f þessari borg
var sjúkrahús mieð einum lækni. Sá maður heitir Clarence
D. Ussher, og er Bandaríkjamaður. Sjúkrahúsinu kom
hann upp með tilstyrk kristinna vina, og var það í senn bæði
sjúkrahús og trúboðsstöð. Fátækum sjúklingum veitti
hiann alla læknishjálp óekypis. Til dæmis um annríki hans
má geta þess, að á einu ári stundaði hann um 3,000 sjúkl-