Sameiningin - 01.02.1917, Qupperneq 24
376
aga anda upplýsa vorn skilning, svo aS vér lærum að þekkja rétt og
þakka þínar náðargjafir og finnum, hvað v'ér erum þeirra óverðug.
Gef þú okkur þakklát, ánægð, auðmjúk og hrein hjörtu, mildiriki
Jesú minn! Kom þú til vor með þinn) kærleik og frið og taktu þér
bústað í hjörtum vorum, svo að engin saurug hugsun eða girnd hafi
þar nokkurt fylgsni. Drottinn minni og Guð minn! taktu vægt á vor-
um breiskleik og söktu syndum vorum í djúp þinnar eilifu miskunnar.
Hjálpaðu okkur til að fylgja Jesú dýra dæmi, svo að vér i öllu gjörum
það, sem rétt er og þér þóknanlegt. Gefðu að alt líf vort verði þér
til dýrðar og öðrum til góðrar fyrirmyndar. Ó, Jesú minn ! bezti
bróðir og talsmaður, færðu þessa mína ófullkomnu bæn fyrir þinn
himneska föður! Fyrir þína skuld veit eg að hann bænheyrir mig.
Amen!
Bæninni fylgja þessi orð frá gömlu konunni: '‘í>ó eg fyrirverði
mig fyrir það, hve ófær eg er til að rita, bæði fyrir v'ankunnáttu og
elli sakir, langar mig enn einu sinni til að senda yður þessar örfáu
línur, ef ske kynni að þær gæti orðið til leiðbeiningar einhverjum, sem
á i stríði við freistingar; og vil eg skýra stuttlega frá reynslu minni
í því efni.
“Einu sinni fékk eg sterka löngun til að gjöra það, sem eg vissi
að var á móti Guðs boði og samvizkani því bannaði mér; og eg vissi,
að ef eg félli fyrir freistingunni, myndi samvizkan ásaka mig til
dauðadags. Mér leið illa, eg fann vel hve vanmáttug eg var, þeg-
ar út í stríðið v'ar komið. Eg leitaði til Guðs i bæninni, en ástriðan
hertók svo huga minn, að eg gat ekkert fest hann við bænina. Eg fór
samt á hverjum degi á afvikinn stað til að biðja Guð um hjálp, en
þó að hugurinn i fyrstu væri hvarflandi, tókst mér smátt og smátt
að festa hann við bænina og þá minkaði líka mesti ofsinn i ástrið-
unni, en þó ásótti hún mig meira og minnia um langan tíma, en um
síðir fékk eg þó fullan sigur yfir henni fyrir Guðs náð. Síðan hefi
eg aldrei átt í hörðu stríði við freistingar. Eg hygg, að margir sé
sterkari eni eg að stríða við ástríður sínar, en þó held eg að fáir
standist harðar árásir þeirra án bænar. Þegar ástríða ásækir mann.
er gott að hafa yfir trúarljóð i huganum, bæði v'ið vinnu sína og á
andvökustundum næturinnar. Það gefur hjartanu frið fyrir ástríð-
unum þær stundirnar. Eg set hér að eins tvö af mörgum uppáhalds-
versum mínumi:
“Þetta er þriðja versið úr sálminum 265 í íslenzku sálmabókinni
(211 í sálmabók kirkjufélagsinsj :
‘Ó minn Guð, 6 minn Guð, — eg þig bið :
Sorgin sker, send þú mér — sálar frið.
Freistni ei staðist fæ eg við, — faðir góður veit þú lið;
heyr þú barnsins kvein og klið — kvein og klið.’
“Og þetta er fjórða versið úr sálminum 123 í sömu bók:
‘Miskunnar-mergð þín — mig til hv'etur, Jesú,