Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1917, Síða 15

Sameiningin - 01.02.1917, Síða 15
og yðar skuld líka, engu síður en mína, Eg trúi því og veit, að eg er frjáls maður. Ef þér viljið trúa því, þá mun það verða yður jafn mikil blessun og það er mér.” “En hver verður nú afstaða mín gagnvart konungssyn- inum ? Eg sé hann koma á hestbaki eftir mjóu stræti. Ein- hver hefir látið hrúgu af eldivið á mitt strætið, svo að hann kemst ekki fram hjá. Hvað á eg að gj öra ? Bíða þangað til hann kemur, segja svo við hann: “Hvað viltu borga mér fyrir, að ryðja þessari tortæru úr leið þinni?” Mun eg ekki heldur, undir eins og eg sé hann koma, taka til af alefli að ryðja torfærunni burtu, svo eg geti heilsað honum glaður, þegar hann kemur, fagnandi af því, að hafa fengið tækifæri til að sýna honum í verki, hve mikið eg met velgjörð hans við mig ? Ef honum kemur til hugar, að bjóða mér þóknun fyrir verkið, myndi eg svara: “Nei, eg gjörði það ekki til þess, að eg fengi það borgað, heldur er það þakklætisfórn, og það er mér fögnuður, að geta látið í ljós þakklæti mitt.” “Á eg þá að skilja af þessu,” sagði landstjórinn, “að sjúkrahúsið og skólamir, sem þér hafið hér, séu þakkíætis- fórnir fyrir það, sem þér trúið að Guð hafi þegar fyrir yður gjört, en ekki til þess að vinna til einhvers endurgjalds hjá honum ?” “Já,” svaraði eg, “það er alveg rétt.” “pannig hefi eg ekki litið á það áður,” svaraði hann. Hann sat hugsi stundarkom og sagði svo: “En þér segið, að Jesús sé sonur Guðs. Guð er einn. Hvorki getur hann né heldur er hann getinn. Hvemig getið þér þá sagt: ‘Sonur Guðs’?” “Yðar hágöfgi,” svaraði eg, “eg er að tala við yður á yðar eigin tungumáli, Tyrknesku. ]7að er sumt, sem eg get sagt yður á tungumáli mínu, en kem ekki orðum að á Tyrk- nesku. Að lítilli stundu liðinni mun eg segja við yður: “eg ætla að fara heim.” pegar eg sný því á Tyrknesku, verð eg að segja: “eg ætla að fara til hússins”, því þér eigið hvorki orðið né hugmyndina “heimili” í tungumáli yðar. Svo verð eg að útlista fyrir yður, að þegar eg segist ætla að fara til hússins, þá á eg ekki eiginlega við húsið sjálft, heldur þann stað, þar sem eg á ástvini, þar sem eg er elskaður, þar sem fólkið lætur sér ant hverju um annað og hver og einn hugsar ekki að eins um sjálfan sig og eigin hagsmuni. Eg verð að nota orðin yðar, og útskýra svo fyrir yður, að eg á við annað og meira, en í þeim felst. pegar Guð talar við mig, verður hann að nota mál mannanna og orðin, sem við notum. pegar hann talar um Jesúm og kallar hann son sinn, þá á hann ekki að eins við son af konu fæddan, eins og þér hugsið, heldur annað meira.” pegar hér var komið, urðum við að slíta samtalinu.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.