Sameiningin - 01.02.1917, Blaðsíða 31
383
hreystiverkin, sem meira ber á og um er tala'5 landshornanna á
milli.”
“Þa5 segir þú alv'eg satt, afi,” svaraði Richard; “en mig langar
til a8 vinna eitthvert af þessum miklu hreystiverkum sjálfur; mér
myndi þá finnast, að eg væri meiri maður og eg yrSi miklu ánægöari
á eftir.”
Hann setti upp gamla stráhattinn sinn og lagði af stað út í skóg
a5 sækja kýrnar. Hann fann þær allar, nema eina, uppáhaldskúna,
sem hann átti sjálfur og haföi hugsað sér að selja seinna til þess að
geta leitaö sér meiri mentunar. Hann rak hinar kýrnar heim og
lagði svo af stað aftur til þess að leita að kvígunni sinni.
Þegar hann kom að járnbrautinni, sá hanm nokkuð, sem fékk
svo á hann, að hann náfölnaði. Einhver fantur hafði tekið upp
nokkra járnbrautarteina, og hann var ekki lengi að átta sig á því, að
ef ekki væri unt að gjöra eimreiðarstjóranum á fólksflutningalest-
inni, sem átti að fara þar um að hálfum klukkutíma liðnum, aðvart
nógu snemma, hlyti að verða þar hræðilegt járnbrautarlys.
Það var eins og hann yrði fyrst alv'eg magnlaus við þessa til-
hugsun. En hann náði sér fljótt aftur. Fjöldi fólks átti líf sitt
undir snarræði hans, því enginn tími var til þess að sækja hjálp til
annara.
Hanni flýtti sér svo mikið sem hann mátti að safna saman hrúgu
af þurrum greinum og láta hana á brautina; svo kveikti hann í hrúg-
unni og bætti> alt af við greinum smámsaman, svo að þar varð mikið
bál.
Eoksins heyrði hanm til lestarinnar, og hann herti upp hugann
og hljóp fram fyrir bálið eftir brautinni, veifaði hattinum sínum og
hrópaði ens hátt og hann gat.
Það vildi svo til, að eimreiðarstjórinn var aðgætinn maður, sem
fann til þess að hann bar ábyrgð á mannslífunum mörgu, sem hon-
um var fyrir trúað. Hann gætti undir eins að bálinui, sem drengur-
inn hafði kynt, og blés eimblístrunni, til þess að gjöra starfsmönn-
unum á lestinni aðv'art að vera til taks, ef á þyrfti að halda. Eestin
nam staðar fáeina faðma frá bálinu og fólkið þaut út til að gremslast
eftir því, hvernig á þessari töf stæði ; og það þarf ekki orðum að
því að eyða, hve mikið því varð um, þegar það sá hvernig það hafði
verið hrifið úr heljar greipum. Og ekki verður með orðum lýst
þakklætis tilfinningum þess til piltsins unga, sem hafði verið verk-
færi í Guðs hendi til þess að afstýra bráð.um bana fjölda fólks.
“Gjörum Guði þakkir!” sagði gamall prestur, sem var einn af
farþegunum, og þegar í stað krupu menn og konur og börn þar hjá
brautinni og þökkuðu af hrærðum hjörtum föðurnum miskunnsama
á himnum fyrir það, að hann hafði frelsað þá úr dauðans hættu.
Pólkið þyrptist kring um Richard og tók í hönd hans og þakk-
aði honum fyrir snarræðið og dugnaðinn, sem hann hafði sýnt.
“Til hvers langar þig mest af öllu, drengur minn?” spurði prestur-
inn um leið og hann tók í hönd drengsins.