Sameiningin - 01.02.1917, Blaðsíða 11
3C3
inga utan sjúkrahússins, og yfir 500 á spítalanum; skurð-
lækningar voru 250. Fáir menn hafa þrek til að afkasta
öðru eins. Einu sinni spurði maður hann: “Hvemig fer
þú að því, að komast yfir alt þetta verk, sem á þér hvílir ?”
Hr. Ussher svaraði: “Eg hefi beðið Guð um hjálp og hald-
ið áfram að vinna, og hjálpin hefir alt af komið.” pað er
náð Guðs, sem hefir haldið þessum göfuga trúboðs-lækni
uppi í starfi og stríði. Fimtán ár hefir hann haldið áfram
þessu verki, þangað til sumarið 1915, að kristnir Armeníu-
menn í Van urðu fyrir grimmum ofsóknum af hendi Tyrkja.
pó að trúboðsspítalinn væri undir vemd Bandaríkjanna og
ætti að vera friðhelgur fyrir öllum árásum, gjörðu tyrk-
neskir hermenn árás á hann, og létu skothríðina dynja á
honumj 28 daga samfleytt; en þar höfðu 1300 kristnir Arm-
eníumenn safnast saman til vamar. Tyrkir skutu niður
bæði Rauða-kross fánann og Bandaríkjafánann, og hættu
ekki fyr en húsin voru orðin að rústum. Skömmu síðar
veiktist bæði Dr. Ussher og kona hans sama daginn af
taugaveiki, er þau fengu af flóttamönnum Múhameðstrúar,
er leituðu hælis hjá þeim; á meðan hann var meðvitundar-
laus, andaðist hún. Eftir miklar þrautir komst hann loks
heim til Bandaríkjanna í Október 1915, og hefir síðan hvíld-
arlaust verið að vinna að því, að útvega hjálp sjúklingum
sínum í Van. Hann gjörir ráð fyrir, að fara þangað aftur
eins fljótt og ástæður leyfa, koma trúboðsspítalanum upp
aftur og halda verki sínu áfram; og þess kveðst hann full-
viss, að kristið trúboð eigi þar glæsilega framtíð fyrir
höndum.
Saga sú, er hér fer á eftir, af samtali Dr. Usshers við
mann, sem hafði þá nýlega tekið við landstjóraembætti í því
héraði og var auðvitað Múhameðstrúarmaður, gjörðist fyrir
rúmum 3 árum, og er færð í letur af Dr. Ussher sjálfum.
pað var fimtánda daginn í Ramazan, löngu föstu Mú-
hameðsmanna; þann dag fasta þeir allan, en halda svo
veizlu mestalla nóttina á eftir. Frá sólaruppkomu til sólar-
lags má hvorki matarbiti né vatnsdropi koma inn fyrir
varir þeirra, né heldur tóbaksreykur. pegar sól gengur til
viðar, er skoti hleypt úr fallbyssu; það er mönnum vísbend-
ing um það, að nú sé óhætt að ganga til snæðings, enda er
því ekki frestað.
Hans hágöfgi, landstjórinn, situr við borðsendann og
með honum sitja að snæðingi amerískur lséknir, kaldea-bisk-
up og nokkrir prestar og tyrkneskir embættismenn. prett-
án réttir matar eru á borð bornir og eru þeir einkar ljúf-
fengir. Samtalið er fjörugt og skemtilegt. pessi land-
stjóri var nýkominn í það hérað. pegar hann var búinn að
vera þar rúman hálfan mánuð, fór það að kvisast, að hann