Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.02.1917, Side 20

Sameiningin - 01.02.1917, Side 20
þíðlynd hót með þéttu geði, höfðingslund hjarta gæðum. Ingibjörg hafði fram úr skarandi táp og ráðdeild til að bera. Hún eignaðist 19 börn, kom 10 upp, hélt þó fjöri sínu, vexti og fríðleik til efstu ára. Ráðdeildina má marka af því, að svo var sem ekki hnekti búsældinni mikill bama- fjöldi og gestnauð. Heimilið var afar stórt og útheimti mikla stjórn og fyrirhyggju, en svo var sem húsmóðirin hefði nægan tíma til hvers er hún vildi, og aldrei sá á henni fum né flaustur. Heimilið var hverju hjúi, sem þangað kom, hinn bezti skóli. Vinnukonur skiftu um ham, er þær komu þar og tóku upp þá siðu, sem fyrir voru; annað tjáði ekki. Ekki þurfti stóryrðin; húsmóðirin kom eigi að síður sínum vilja fram. Ef einhverjum fór ófimlega eða gjörði öðru vísi en henni líkaði, þá fann sá brátt, að henni þótti miður; en öllum hjúum fór svo, er þangað komu, að þau fengu elsku og virðingu til húsmóðurinnar og máttu ekki af því vita, að hún hefði þykkju á þeim til lengdar. Aldrei kunni nokkur frá því að segja, að kuldalegt orð hafi heyrst frá hjúunum í garð húsfreyjunnar, og mun það eitt verið hafa sjaldgæft á þeirri tíð. Mér eru löngum minnisstæðar kveldvökurnar á Bark- arstöðum. Snemma var kveikt, því var kveldvakan löng; tóvinnan var sótt af kappi, jafnt af körlum sem konum. pá hafði húsfreyjan einveldi á heimilinu. Hver hafði á- kveðið verk og þótti sjálfsagt að stunda það sleitulaust. Einn af sonunum hafði það hlutverk, að lesa fyrir þá, sem að vinnu voru, og las sögur og alt nýtt, sem út kom, allan veturinn. pegar klukkan sló tíu, stóð húsfreyja upp og lagði frá sér vinnuna, og svo gjörðu allir aðrir; var þá byrj- aður húslestur, en allir, sem gátu, tóku þátt í söngnum. Sú athöfn var mjög hátíðleg. Afkomian á heimilinu var mikil og handbragðið á því, sem unnið var, eftir því. Vaðmálin þaðan þóttu auðkend og fór það orð af, að varla sæjust önnur slík. Svo hefir sagt eftirtektasamur maður, sem átti heima í þjóðbraut og sá menn úr öllum sveitum sunnan lands, að nálega hefði hann mátt þekkja menn úr Fljótshlíð frá öðr- um, af klæðaburði þeirra og djarflegu og geðþekku bragði. Ekki kann eg um það að segja, en víst hafði sveitin fagra fyrirmynd, sitt á hvorum sveitarenda, í þeim frábæru heim- ilum á Barkarstöðum og Breiðabólstað. Um Ingibjörgu á Barkarstöðum má segja, að hún var sönn fyrirmynd. Allir litu, æðri sem lægri, upp til hennar með lotningu og fanst sjálfsagt að taka tillögur hennar til greina. Hjá henni fylgdist jafnan að skarpleiki í athugun- um og réttlæti í dómum. Hún var vitur kona og góð og

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.