Sameiningin - 01.02.1917, Síða 7
359
að honum er náð — það væri hvort fyrir sig friðarfylgja
svo ill og hryggileg, sem framast má verða.
G. G.
Kristur í Flandern.
í vitund okkar varst þú gleymsku nærri;
þú varst ei okkar hjartastöðvum nærri.—
Við stundum hýstum þig sem góðan gest:
og það var einkum, ef við mættum þrautum—
—Við alt af fundum hjá þér skjól í þrautum.—
Við erum svona líkt og fólk er flest.
Við höfðum alt af annað fast í huga—
—pað er svo margt, sem skiftir mannsins huga—
hans skyldustörf og skemtun; hús og víf.—
Svo fékst þú stutta stund á sunnudögum—
og stundum jafnvel ekki á sunnudögum.
—pað er svo ótal-margt um mannsins líf.
Og meðal vor á vegum, götum, strætum,
—á vegum lands og öllum borgarstrætum—
þú stöðugt varst, en ávalt duldist oss.
Með blóðga fætur fórstu slétta vegi —
hví fengu spor þín leynst á sléttum vegi ?
Hvort getur fleirum förlast líkt og oss?
Nú munum við þig—munum þig í Flandern
(Að minnast þín er eðlilegt í Flandern;
í þraut og stríði sálin glöggar sér.)
pú gleymdist okkur oft í móðurlandi,—
Nú erum við í burt frá móðurlandi,
og vitum—finnum það, að þú ert hér.
pú veittir gleði og von í skotgröfunum;
er vaða hlutum blóð í skotgröfunum,
þú snertir, mýktir hrikaleik og hel.
Við fundum þig í þraut og veikleik okkar—
Hvað það er sælt: pú skilur veikleik okkar,
það eykur styrk að bera bölið vel.
pú birtist oss á bæn í Getsemane,
hve beisk, ó Drottinn, kvöl í Getsemane!
í andlátsbænum baðst þú fyrir oss.—
Ef nokkuð gæti’ oss glaða látið bera,
það gerði vissan að þú vildir bera
með þrautum dauða—þyngsta heimsins kross.