Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.02.1917, Page 17

Sameiningin - 01.02.1917, Page 17
3G9 sýnilegt áður, í ljósi sólarinnar, en ekki spegilsins, því ekk- ert Ijós er í honum,.” “pér hafið gefið mér umhugsunarefni,” svaraði land- stjórinn. “Við skulum ekki tala meira um það að sinni.” Öll dæmi eru ófullkomin. Biðjum Guð, sem getur upp- lýst án orða, að tala til hjartna bamanna sinna, sem trúa á Múhameð; þau hafa líka verið keypt, þó að þau þekki ekki lausnara sinn.--------- Framkoma landstjórans við okkur breyttist. Áður en langt leið, kærðu ofstækisfullir Múhameðsmenn hann fyrir það, að hann væri of góður í garð kristinna manna. Hann var settur frá völdum; en af því að hann var maður mjög fjölhæfur og duglegur, gátu óvnir hans ekki lengi hrósað sigri yfir honum. Smátt og smátt komst hann aftur til virðinga, og varð landstjóri yfir einu merkasta héraði Tyrkjaveldis. En þegar sú skipun kom frá Constantinopel, að drepa niður Armeníumenn og flæma þá úr landi, þá af- sagði hann með öllu, að eiga nokkurn þátt í því. Heldur en að gjörast samsekur í því, sem hann taldi glæp, afsalaði hann sér embætti, sem er betur launað en forsetaembætti Bandaríkjanna, og annar þægari maður var settur í hans stað. Mér er ómögulegt að verjast þeirri hugsun, að sam- töl okkar hafi átt töluverðan þátt í þessari hugarfarsbreyt- ingu landstjórans.” Insibjörsf Sæmundsdóttir. 1816 — 1916. pjóð vor er löngum talin minnugri á forna stafi, en flestar aðrar, og ekki sízt á þá sonu sína, er í nokkru veru- legu hafa borið af öðrum; hún geymir vandlega frásagnir um þá og er nú farin að tíðka þann sið, að rifja upp fyrir sér minning þeirra á aldamótum. það ræktarnfark er vel fallið til að glæða þjóðarandann, svo og til að örva þá, sem lifa, til þess að taka sér dæmi framliðinna afbragðsmanna til fyrirmyndar. Saga vor greinir einnig frá mörgum kvenskörungum, er hafa verið við sögulega atburði riðnar; að vísu þeim helzt, er staðið hafa í mannráðum,—vor saga er að því leyti annara þjóða sögum lík—, en sá þáttur er síður kunnur, er þær hafa unnið í þeim verkahring, sem þeim hefir afmark- aður verið. það er þó vitanlegt, að margir, ef ekki flestir ágætismenn, hafa sótt hæfileika sína og jafnvel sigur sinn, að miklu leyti til góðrar móður eða góðrar eiginkonu. Hjá vorri þjóð mun trauðlega unt að benda á mikinn mann, er ekki hafi átt vel gefna og mikilhæfa móður. pað er varla

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.