Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1917, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.08.1917, Blaðsíða 3
163 Það er ef til vill frá svona rótum runnið, trúarlífið nýja í brjóstum þúsundanna. En hvort sem stríð er eða friður, þá er þörfin söm. Trúarlífið, lífið í Guði, er frumskilyrði sannrar far- sældar. Guð gefi, að yfir heiminn komi ný öld trúar og guðsótta. Vér eigum lítið þjóðlíf, Islendingar. Og oss er það ekki síður kært en öðrum mönnum er þjóðlíf sitt. Vér óskum þess allir, þó hver á sinn hátt einatt, að það geti orðið friðsamt og farsælt. Er enginn vegur til þess, að oss geti komið saman um það, að helgasta friðinn og mestu farsældina getum vér hlotið fyrir öflugt og kristi- legt trúarlíf? Er enginn vegur til þess, að hjá oss verði trúvakning til blessunar landi og lýð f í þetta sinn viljum vér með fáum orðum eínungis leitast við að benda á nokkur þau atriði, sem oss virðist veruleg trúvakning meðai vor vera bundin. 1. Fyrsta skilyrðið er tilfinuing fyrir því, að þörf sé á auknu og heilbrigðara trúarlífi. Vér nefnum það af ásettu ráði trúarlíf. Vér höfum nú ekki svo mjög í huga trúarsetningar. Þar fyrir er engan veginn verið að afneita gildi þeirra. En bað, sem nú varðar mestu, er vakning brennandi tilfinningar uin lifandi trúarlíf. Trúvakning fæst ekki nerna fyrir það, að menn aiment finni til þess, að þeir lifa of fjarri Guði, og þrái að koma nær honum og verða honum líkari. Upp- hafsorð trúvakningarinnar verða að vera longun eftir Guðs náð og fyrirgefning synda sinna. Trúvakningin verður að byrja með þessari upphrópun sálarinnar: “Hjartkæri Jesú, af hjarta eg þrái, hjálpræðið blessað, að innlífast þér”. Til samvinnu um trúvakninguna ættu allir þeir ao vera sjálfkjörnir, sem finna þessa þörf, liafa þessa þrá eftir náð Guðs og hjálp til þess, að lifa betra og réttlátara lífi. í einu orði sagt, frumskilyrði trúvakning- ar nú, er fúsleiki manna til að taka undir bæn mannsins veika : ‘ ‘ Iljálpa þú mér, lierra! ’ ’ 2. Ef vér höfum þetta skilyrði, meðvitund um þörí vora, þá er það hið annað skilyrði, að vér eignumst mikla

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.