Sameiningin - 01.08.1917, Blaðsíða 4
164
samhygð, treytsum liver öðrum og elskum liver annan.
Samhygðin ætti að koma svo að segja af sjálfri sér, ef
vér höfum sameiginlega þörf. Ef vér finnum hver um sig
til þarfar á miskunn Guðs, vegna veikleika vors, sorga
vorra og synda, þá ættum vér—samsekir og samstríðandi
menn—-sannarlega að taka liöndum saman um það, að
leita hjálpræðis Drottins í Jesú nafni.
Um leið og vér snúum oss til Guðs, snúum vér oss
hver að öðrum; um leið og vér biðjum: Faðir vor, fyrir-
gef oss vorar skuldir, segjum vér og: svo sem vér og fyr-
irgefum vorum skuldunautum. Ef til vill þurfum vér
margt að fyrirgefa, og fá einnig mikla fyrirgefningu ann-
ara. Á því þarf að byrja: að fyrirgefa. Þegar það er
búið kemur samúðin sæluríka, kærleikurinn og friðurinn
vor á meðal, svo vér getum haldið höndum saman og
beðið Guð með einni tungu.
3. Og það er næsta skilyrðið: hænin, sambænin—
bæn barnslega auðmjúk og barnslega örugg. Hún kemur
ekki, trúvakningin, nema mikið sé beðið og vel sé heðið.
Hvar sem einhver finnur þörf á trúvakning, þá skal hann
hiðja—biðja einn og treysta Guði. Og hvar sem tveir
eða þrír tala saman um þörf á nýju trúarlífi með vorri
þjóð, þá skulu þeir biðja og minnast fyrirheitisins um
sigurvininngar sambænarinnar. Yér höfum sögur af
margri undursamlegri trúvakning í kristninni, margri
hvítasunnuhátíð. Hvítasunna trúvakningar hefir iöng-
um komið sem bein afleiðing af sambænum fárra manna.
Menn kannast við “bænakeðjur”, sem ganga stundum
mann frá manni í kirkjum þessa lands—bréflega eða
munnlega. Hjá oss þarf að myndast sterk “bænakeðja”,
andlegt samband verða milli trúaðra manna, sem knýr
marga til þess að biðja Guð að úthella anda sínum yfir
vora þjóð og vekja hjá oss nýtt og heitt og heilbrigt trú-
arlíf.
4. Og heitt og heilbrigt trúarlíf er einungis á einum
stað að finna, hjá frelsara mannanna Drotni Jesú Kristi.
Komum vér þá að því aðal-skilyrði sannrar trúvakning-
ar. Til hans ber oss öllum að fara með þörf vora, samiíð
og bæn og segja við hann eins og lærisveinarnir forðum:
“Herra, auk þú oss trúna”. Þó það væri með oss eins og
Nikódemus, að vér yrðum að leita í myrkri nætur, í veikri
trú en af djúpri þrá, þá myndum vér finna, og þótt erfitt
veittist oss að skilja, hvernig sá má aftur fæðast, sem