Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1917, Blaðsíða 22

Sameiningin - 01.08.1917, Blaðsíða 22
182 Eftir nokkra stund kom kona til dyra og hafði annan enda sjalsins fyrir munninum. Eg sá ekkert annað en svarta sorg, sem skein úr augum hennar. “Farið burt”, sagði hún stillilega, “drepsóttin er komin hingað; börnin mín eru að deyja úr henni; þið megið ekki koma inn; farið burt”. Við hröðuðum því ferð okkar um borgarhverfi þetta, sem orðið var drepsóttinni og angistinni að bráð. Eftir litla stund komum við að auðu húsi á árbakkanum. Gluggatjöld voru dregin frá, gluggar opnir og hurð í hálfa gátt. Eg hikaði, herti upp hugann, og ákvað að ná á einhvem hátt niður að ströndinni, svo við gætum sloppið úr því neti dauð- ans, sem nú var vafið um okkur. “Komið þið”, sagði eg, “við skulum reyna að komast niður í fjöru með því að ganga gegnum þetta hús. En byrg- ið þið fyrir munninn”. Við fálmuðum fyrir okkur gegnum tóm göngin og niður kjallara-stiga. Kongulóarvefur straukst um andlitið, og þótti mér það fagnaðarefni, því það benti til þess, að húsið hefði verið í eyði all-lengi. Við komum niður í herbergi, sem leit út fyrir, að hafa verið eldhús. pað grilti í eldavél út við vegginn annars vegar, og gamall pottræfill stóð á gólfinu og varð okkur að fótakefli. Bakdyrum hússins var lokað, en eg gat brotið upp hurðina. Komum við þá út á mjóa og óhreina fjöru og gengu þar smávaxnar öldur á land. pegar hér var komið var dagsbrún farin að Iýsa aust- urloftið og ljósglæta var komin svo mikil, að eg gat séð í vestri aðal-höfnina við miðbik borgarinnar. par gat eg séð segl og reykháfa stórra skipa, er öll voru að leggja út til hafs. Eg óskaði að við værum komin þangað. par sem við vorum sýndist vatnið fram undan mjög grunt, þetta var að líkindum ekki nema þverá, eða þá sund lítið inn úr aðal-dýpinu. Fram undan voru smáskip—skút- ur, kænur og loggortur—öll hlaðin fólki og á leið til hafs. Lítill bátur var rétt fyrir framan okkur og var að sjá sem hann biði eftir einhverjum. Fólk var í bátnum, en ekki svo margt að þröngt væri. “Komið þið”, sagði eg, “þetta er okkur ætlað. Við verð- um að vaða út í bátinn”. Eg tók barnið á handlegginn en konuna leiddi eg við hönd mér, og óðum við nú út í. Brátt varð vatnið í hné og svo í mitti.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.