Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1917, Blaðsíða 27

Sameiningin - 01.08.1917, Blaðsíða 27
187 *«t.'. _ Missouri sýnódan hefir samþykt aö leita sameiningar viö Wisconsin, Minnesota og Michigan sýnódurnar. Elzti norsk-lúterski söfnuður í Noröur Dakota er í Norman, Cass County. Þann 15. Júlí síöastl. hélt hann hátíðlegt 45 ára afmæli sitt. Einn af aSal ræSumönnum viS þaS tækifæri var hr. H. J. Hagen, einn úr hópi fyrstu fermingarbarna úr söfnuSinum, en nú formaSur Scandinavian American bankans í Fargo. -------o------- Hr. J. S. Johnson í Granite Falls, Minn. hefir gefiS 50,000 dollars til aS byggja heimili fyrir forseta norsk-lútersku kirkjunnar í Ameríku. Þann 1. Ágúst þ. á. var samþykt tillaga í efri deild sambands- þings Bandaríkjanna um aS breyta þannig stjórnarskrá Bandaríkj- -anna, aS hún ákveSi, aS algert vínbann sé um alt landiS. Sextiu og fimm greiddu atkvæSi meS þessari tillögu, tuttugu á móti. Þessi breyting á stjórnarskránni þarf nú aS ná samþykki neSri málstof- unnar meS tveim-þriSju atkvæSa, og svo samþykki aS minsta kosti í 36 ríkjum, áSur en hún fær lagagildi. Efri málstofan ákvaS aS tii þess mættu ganga sex ár aS ná þessum samþyktum. Á einni viku var safnaS 114 miljón dollara til þarfa RauSa- kross félagsins í Bandaríkjunum. TakmarkíS, sern sett var, var 100 miljón dollars, en svo vel gekk, aS 14 miljónir urSu umfram. Þetta var seint í Júní síöastl. ------O------- 1 borginni Seattle eru búsettir um 4000 Japanar. Hafa þeir bygt þar veglegt Búdda-musteri, og halda í því viShafnarmiklar til- beiSslu samkomum á. hverju sunnudagskveldi. Stórt Búdda-líkneski er í musterinu. Sænskur maSur, Victor C. Peterson aS nafni/er útskrifaSist af Gustav'us Adolphus College 1916, kendi í alþýSuskóla í f’orto Rico áriS sem leiS. Hefir hann nú v'eriS skipaSur umsjónarmaSur alþýSu- skóla á nýkeyptu dönsku eyjunum. ÞaS vakti heilmikla eftirtekt þegar sú ákæra var borin fram af félagi, er nefnist Nebraska State Council of Defence, aS lúterska kirkjan væri ótrú landi og þjóS í stríSinu, sem yfir stendur. En þessi ákæra hefir veriS kveSin niSur rækilega, og fram á þaS sýnt hve óréttlát hún er. Þvi miSur hafa veriS einstaklingar í ýmsum kirkju- deildum, sem óheppilega hafa komiS fram, en þaS setur ekki blett á kirkjudeildirnar sem heild, og ekki heldur á lútersku kirkjuna. Eúterska kirkjan kennir og hefir ætíS kent hollustu viS land og þjóS, og saga lútersku kirkjunnar í Ameríku sýnir, aS þegar á hefir reynt, hafa meSlimir hennar ekki legiS á liSi sínu. ------o-------

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.