Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1917, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.08.1917, Blaðsíða 9
169 Kristur blæs þeirri trú í brjóst lærisveina sinna, ao þeir vilja verða fullkoinnir eins og' Guð, setja sér það markmið að verða fullkomnir eins og faðir þeirra á bimn- um er fullkominn. Því meiri trú sem manni veitist, þ. e. a. s. því meir sem í manni býr af anda Jesú Krists (það er trúin), þeim mun meiri verður lijá manni þessi heilaga hvöt, að ná fullkomnun Guðs. Og því fleiri tækifæri, som maður liefir til þess að þekkja Guð og dvelja í návist hans, þeim mun sterkari áherzlu leggur Kristur á þá fyrirskipun sína, að maðurinn sé fullkominn eins og faðirinn á himnum. Og því lengur sem líður og' þekking evkst og reynsla í lífi trúarinnar, þeim mun augljósara verður það manni, að fyrirmæli þessi eru ekki töiuð út í bláinn, lieldur þvða þau nákvæmlega svo sem þau hljóða. Því betur sem maður kynnist Kristi og kenningu hans. þeim mun ljósara verður það manni, að Kristi er full alvara með þetta, hann meinar hvert orð, hann ætlast tii þess, að kristinn maður verði fullkominn og Guði líkur. Á það var áður drepið, að allur þorri m.anna teldi markmið þetta svo hátt, að það væri ofætlun syndugum manni að ná því. Mun þá frelsaranum liafa skjátlast? Fer hann með öfgar og fjarstæður? Ekki er hann þá það, sem vér trúum og játum um hann. Ekki er hann þá vor góði meistari, sem í öllu má treysta. Að sjálfsögðu ber að athuga orð hans með skynsemi og skilja þau rétt. Hann á auðvitað ekki við það, að vér verðum. Guði jafnir eða eignumst þá eiginleika, sem Guði einum tilheyra. Hann hlýtur að eiga við það, að vér verðum fulikomnir menn eins og faðir vor á himnum er fullkominn Guð, og vér líkjumst honum eins og börn líkj- ast föður. Frelsarinn liefir verið að ræða um siðgæði og setur lærisveinum sínum þá reglu, að verða siðferðislega fullkomnir að sínu leyti eins og Guð faðir á himnum. Vitanlega er Guð syndlaus og heilagur. Markmiðið er því algjör helgun, augnamið lærisveins Jesú Krists það, að ná því ástandi siðferðilegrar fullkonmunar, að hann verði syndlaus og lieilagur. Þetta álíta. margir alls ómögulegt, Og það er víst satt, að þeirri fullkomnun nær enginn algjörlega hér í heimi. En nær því takmarki en margir ætla er mönnum unt að ná. Guð er svo náðugur og' máttur kærleika hans er svo mikill, að með hans hjálp er nærri alt mögulegt. Og vér höfum séð þess nokkur dæmi, hversu nærri tak-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.