Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1917, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.08.1917, Blaðsíða 16
176 Á víð og dreif. RitgjörSin, sem hér fer á eftir, birtist upphaflega sem ritstjórnargrein í verkamannablaðinu Labor World. Þaðan var hún fyrir skemstu tekin upp í blaðið Lutheran, með þeim ummælum, að hún myndi reynast betri og hollari aflestrar, heldur en margt það i-æðu- fleipur, sem ýms kirkjublöð flytji nú út á ineðal lesenda sinna frá prédikunarstólnum, trúnni til niðurdreps. Greinin er sérstaklega markverð fyrir þá sök, að hún kemur frá einu málgagni verkamanna; en þeim er oft brugðið um trúleysi og kristindómshatur. Eitgjörðin hljóðar svo: “Vér viljum tjá herra George T. Oliver, fvrrum efri deildar þingmanni, hjartanlega samliygð vora út af mótmælum hans gegn þeim óvana, að flytja fyrirlestra “um landsins gagn og nauðsynjar” í kirkjum landsins á helgum dögum, í stað þess að leggja þar út af trúar- erindi Jesú Krists. “Það var fyrra sunnudagsmorgun, að herra Royal Meeker, embættismaður í atvinnumáladeildinni í Wash- ington, var boðinn til kirkju þeirrar í Pittsburgh, sem hr. Oliver er meðlimur í, steig þar í stólinn og flutti tölu um stríðið, um þátttöku Bandaríkjanna í hernaðinum, og um atvinnumálin. Á eftir ræðu þeirri stóð hr. Oliver upp úr sæti sínu og- bar fram kröftug mótmæli gegn slíkum tölum úr stól á hélgum dögum. Hann sagðist hafa komið til kirkju þess erindis að tilbiðja Guð, en ekki til að hlusta á ræðu, sem á þeim stað ætti alls ekki heima, þótt liún gæti verið nógu áheyrileg og viðeigandi einhvers staðar utan kirkju- veggja. Hann kvaðst ekki liafa neitt út á það að setja í sjálfu sér, sem lir. Meeker hefði sagt, en á staðnum og stundinni liefði það alls ekki á'tt við. “Það væri miklu heillavænlegra fyrir kirkju og kristindóm, ef farið væri stranglega eftir reglu þeirri, sem hr. Oliver heldur fram. Blað vort hefir löngum tek- ið í þann strenginn. Ef kennimennirnir héldi sér vio ómengað náðarerindi Jesú Krists, þá má reiða sig á það, að þúsundir manna væri betur kristnir en þeir nú eru. Það er hryggilegt, en þó satt, að mikill meiri hluti prest- anna leggur sig nú á dögum eftir að auglýsa sig með

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.