Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1917, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.08.1917, Blaðsíða 5
165 orðirin er gamall, þá munum vér þó ,sjá og reyna og um síðir lirópa eins og- Tómas: “Drottinn minn og Guð minn! ’ ’ Já, til Jesú sjálfs verðum vér beint að fara, svo trú vor vakni og' trúin verði að lífi. Það nægir ekki að leita í fræðibókum, gömlum eða nýjum, það nægir engin guð- fræði, ekkert nægir nema Guð sjálfur. Jesús einn kennir oss rétta trú; hann einn gefur oss trúar-lif. Henn kennir oss að iifa í trú, iifa í Guði. Ef menn í allri einlægni koma sér saman um það, að gera Jesúm að Drotni sínum, byrja nýtt líf hjá honum og unidr leiðsögn anda lians, þá er sigur unninn. Ef tii vill þurfum vér, þegar til Jesú er komið, að iæra margt af nýju. Verði andi Jesú ráðandi lijá oss, breytist margt. Trúin verður mild og blíð, l!íf vort verður auðugt að kær- leika. Þá liætta deilur, en f stað þeirra kemur þróðurlegt samtal um eilífðarmálin, og sérhver maður leitast við að græða en forðast að særa. Þetta eru skilyrðin, eins og þau koma oss fyrir sjón- ir: Mikil þrá eftir Guði, mikil samúð manna, liænir og sambænir, og—um fram alt—afturhvarf tii Jesú Krists. Myndi ekki þjóðlífi voru og félagsiífi öllu betur borgið og farsæld hvers einstaks manns verða meiri, ef slík trú- vakning yrði almenn ? Jafnt frá tímanlegu og eilífu sjónarmiði yrði ])að lánið mesta, ef Drottinn gæfi náð tii þess, að trúarlíf þjóðar vorrar yrði iieitt og sterkt og kærleiksþ rungið. Hönd hins almáttuga ritar nú dularfull orð á vegginn í höllúm allra þjóða. Höndin ritar og á vegginn lijá oss. Vöknum þá og' lesum rúnir Drottins. Getum vér ekki allir orðið samtaka um það, að stuðla að því að trúvakning í anda Jesú Krists verði lijá þjóð vorri—og reynt allir að fullnægja skilyrðunum? Markmið kristins manns. Verið þér því fullkomnir, eins og yðar himneski faðir er fullkominn.—Matt. 5, 28. Hann, sem er hvorttveggja í senn: höfundur trúar vorrar og siðspekismeistari vor, Jesús Kristur, — hefir sett oss lærisveinum sínum svo hátt markmið, að oss

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.