Sameiningin - 01.08.1917, Blaðsíða 30
190
að mér og það er gagnslaust fyrir ykkur að reyna það. Þið ættuð
heldur sjálfir að verða kristnir menn”. Og svo fór hún ^ð segja
þeim frá því, hvernig Guð elskar synduga menn, og að börnin hans
þurfi aldrei að hræðast né kviða. Hér um bil tv'eimur mánuðum
sxðar fór hún til trúboðanna og lét skirast.
Skömmu síðar flutti hún sig á heimili kristins prests, sem var
Hindúi að kyni. Fregnin um það, að hún væri til heimilis lijá kristnu
fólki, barst eins og eldur i sinu, og mai'gir vinir hennar reyndu alt
sem þeir gátu til þess að fá hana til að fara þaðan aftur. En hún
sagði þeim að hún gæti ekki framar kent trúarbrögð Hindúa, af því
að hún hefði kent kristna trú. Og til sannindamerkis um að henm
væri alvara, bað hún konu prestsins um aö færa sér vatnsbolla og'
hún drakk vatnið fvrir augum þeirra. Hindúar álíta að sú manneskja,
sem neytir nokkurs úr iláti, sem kristinn maður hefir snert, gjörist
með því brotleg gegn heilögu lögmáli og sé ræk úr félagsskapi rétt-
trúaðra Hindúa. Vinir hennar yfirgáfu hana því samstundis og létu
hana eiga sig.
Chundra tók nú til starfa við kenslu barna í trúboðsskólanum.
En fögnuðurinn var svo mikill i sálu hennar yfir sannindunum d}rr-
mætu, sem hún hafði numið, að hún gat ómögulega bundið sig við
það eitt, að kenna börnunum að lesa. Eftir langa leit hafði hún
fundið þann Guð, sem hún gat elskað og treyst og kalla'ð föður, og
henni fanst hún mega til með að segja öðrum frá fagnaðarerindinu
mikla, sem hún hafði eignast fyrir náð Guðs. Og hve nær sem tóm-
stund gafst tók hún biblíuna sína og fór hús úr húsi til þess að tala
við fólkið um kærleika Guðs, og stundum bar það við að hún fór að
prédika fyrir fólki á strætum úti, og oft hlýddi mikill mannfjöldi á
hana. Trúboðarnir leystu hana því frá öðrum störfum og létu hana
gefa sig við því einu, að prédika fagnaðarerindið. Og hún sagði
löndum sínum æfisögu sina, —- hvernig hún hafði farið pilagrímsferð-
ir og kvalið sjálfa sig af hræðslu við grimma guði, sem hún hafði
trúað á, og hvernig hún hafði komist að raun um það, að hinn sannx
Guð er faðir, sem elskar börnin sín og þráir að þau elski sig og þjóni
sér með því að vera góð við aðra.
Þegar Chuirdra var orðin of gömul til þess að vera á feröinni
og prédika, kom vinum hennar á trúboðsstöðinni saman um að byggja
henni hús, þar sem hún gæti notíð næðis það sem eftir væri æfinnar.
“Kom þú og líttu á staðinn sem við höfum valið til þess að reisa
húsið þitt á”, sögðu þeir við hana, — “undir þessum mangó-trjám;
hér getur þú verið i næði og átt góða daga”.
“Hvað er þetta !” svaraði hún, — “hérna. langt frá öðrum mönn-
um! Nei, ef þér ætlið að byggja mér hús, byggið þið það þá hjá
þjóðbrautinni, eins nálægt henni og hægt er, til þess að eg geti talað
um Guð minn og frelsara við þá, sem fram hjá ganga, þegar eg er
orðin of gömul og veikburða til að geta gengið”.
Og húsið hennar var bygt hjá þjóðbrautinni; og þegar Chundra