Sameiningin - 01.08.1917, Blaðsíða 10
170
markinu að sum Guðs börn liafa komist hér í lífi. Vér
höfum óefað öll kynst á æfileiðinni einhverjum þeim
mönnum eða konum, sem lifðu svo lireinu, fögru og kær-
leiksríku lífi, að oss hefir fundist sem það væru lielgir
menn og helgar konur. Hin fegurstu dæmi, sem vér
þekkjum, sýna oss, hversu nærri takmarkinu má komast
hér í lífi, og þau dæmi eru oss til uppörvunar. Þetta
getuin vér einnig. Svona líkir Guði getum vér orðið.
Vér megum ekki draga úr viðleitni vorri með því að
telja sjálfum oss trú um, að vér getum ekki verið góðir
og heilagir. Vér getum miklu meira en vér viljum, vér
getum miklu meira en vér reynum. Iværleikans faðir er
fús að hjálpa. IJm að gera að vilja, láta sig langa, biðja
Guð og treysta honum. IJm að gera að elska Guð hvern
dag meira en daginn áður. Um að gera að láta Drottln
Jesús leiða sig. Jú, Guði sé lbf, það er unt jafnvel hér
í lífi að klífa liátt upp fjallið. Það er unt að komast svo
hátt, að fullkominn friður veitist manni, svo hátt að ekki
sé eftir nema herzlumunurinn svo komið sé upp á hæðsta
tindinn, þegar dauðinn seinast kemur, réttir manni hend-
ina og lyftir manni upp í faðm Guðs, og leiðir mann inn
í þann heim, sem svo er Guði nærri, að syndin getur ekki
fylgt manni þangað. Og þá er takmarkiuu náð til fulls,
og vér verðum fullkomnir eins og faðir vor á hlmnum er
fullkominn.
Þetta er markmið kristins manns.
Það er trúin á Jesúm Krist og kraftur hans, sem
megnar að leiða oss að markmiðinu.
Trúin — þráin eftir Guði, bænin — “hjálpa þh mér,
herra”, það er aflið, sem styrkir oss til óaflátanlegrar
viðleitni til þess að verða líkir Guði.
Upp til Guðs! Upp til þín, eilífi faðir! Eins og þú
ert, svo vil eg vera. Þetta er já og amen kristins manns.
Trúmál þjóðar vorrar liafa farið forgör.ðum fyrir
þref og þjark um guðf ræði. Ef vér vildum nú sameinast
allir um Jesúm og láta hann kenna oss að verða sjáifir
Guði líkir, þá myndum vér verða allir sanntrúaðri og rétt-
trúaðri, þarfari og helgari menn.
Ó, að það orð liljómi sem þruma og ljómi sem leiftui
út um hverja sveit og inn í sérhvern dal, út um hverja
bygð og inn í liverja borg, þar sem “ættmenn vorir eftir