Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1917, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.08.1917, Blaðsíða 18
178 og nokkuð það, sem eg hefi séð á náttúrlegan hátt. Allir draumar geymast ekki þannig. En nokkrir þeirra verða minnisstæðir. Nokkrir draumar eru skráðir svo skýrt og greinilega á söguspjöld hugarins, >ar sem rituð er saga hins innra lífs, að þeir afmást aldrei. Eg skal leitast við að segja draum þennan með mestu nákvæmni, bæta engu við og skilja ekkert eftir, en segja söguna eins og væri hún raunveruleg. Má vera að hún sé það. Hver veit ? Eg var á ferð. Um upphaf og endir ferðarinnar er mér ókunnugt. Eg var kominn í stóra borg; hafi mér verið sagt nafn hennar, þá hefi eg gleymt því. pað var auðsjáanlega sérlega gömul borg, þvl íbúðar- hús og stórhýsi voru grá og höfðu á sér fegurð mikiliar for- tíðar, og göturnar hlykkjuðust út og inn milli húsanna eins og villustigir. Borgin var við á eða árós, þó ekki kæmist eg að því fyr en síðar meir, eins og þér fáið bráðum að vita, og nýlegri partur borgarinnar var aðallega.við breitt, autt stræti, sem lá undir brekku nokkurri eða hamri, og var undirhleðsla smærri húsa neðar jafnsléttu strætisins og hallaði þeim niður að ánni. Eldri partur borgarinnar var þéttbygður og ramgjör; útskorin þakskegg og kvistir hús- anna mændu út yfir mjóar steinlagðar gangstéttir, sem hér og þar sveigðu skyndilega inn á bersvæði. Á einu því bersvæði var eg staddur skömmu fyrír mið nætti. Eg hafði skilið konu mína og unga dóttur okkar eftir í gistihúsi því, er við höfðumst við í, og gengið út einn saman tii að skoða sofandi borgina. Næturhimininn var heiður, nema fyrir fáein þunn og hraðfara ský, sem við og við drógust fyrir tunglið, sem var í fyllingu, augnablik í senn, en byrgðu það aldrel til fulls. Turn dómkirkj unnar miklu logaði silfurgrár í tunglsljósinu. Svæðið var autt. En á tröppunum breiðu framan viö aðal- dyr dómkirkjunnar sátu tvær tígulegar verur. Fyrst sýnd- ist mér þær vera myndastyttur, en brátt tók eg eftir því, að þær voru lifandi og töluðust við af kappi. pær líktust grískum guðum, fagrar og hetjulegar. naktar að öðru leyti en því, að snjóhvítar slæður voru vafð- ar um þær. pað glampaði á þær í tunglsskininu. Ekki gat eg heyrt orðaskil, en það leyndi sér ekki, að þær voru að deila um þá hluti, sem ganga niður að rótum lífsins. Verur þessar líktust hvor annari einkennilega, bæði að líkamsskapnaði og limaburðum, eins og væri það tvíbura-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.