Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1917, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.08.1917, Blaðsíða 7
107 aðallega draumsjónamann og kenningu lians draumóra. En ]>að er fjarstæða. Kristur var liagsýnni öllum mönn- um; kenning- hans er um fram alt hagnýt. Hann talar hvert orð í fullri alvöru og ætlast til að breytt sé eftir reglum þeiin, sem hann gefur. Það er raunar að einhverju leyti eðlilegt, að menn láti sér markmið þetta í augum vaxa, treysti sér ekki tii að ná þVí, hiki sér að reyna það. Það er að sínu leyt, eins og maður stæði við rætur hins liæðsta fjalls í heimi, og manni væri boðið að klífa upp fjallið og upp á liæðsta tindinn. Margur myndi standa kyr f sömu sporum og segja: “Það er of hátt; eg get það ekki; það er ómögu- legt”. Og það er ómögulegt nema með Guðs hjálp, en með Guðs lijálp er það unt. Menn bera það fyrir, og liafa mikið til síns máls, ao eðli mannsins sé svo spilt, vit og vilji mannsins svo synd- inni og Satan háð, að manni sé þetta ofvaxið. ög menn nota svo spilling sína og svnd sér til afsökunar; hugga sig beinlínis við syndina; telja sér trú um, að fyrst mað ur sé nú svo vesall og vondur, þá sé ekki annað úrræði en að sætta sig við það og láta arka að auðnu með afdrifin. En einmitt þetta er viðsjárverðasta vantrúin, — vantrúin á sjálfs sín dáð og Drottins náð. Frá tvenskonar sjónarmiði getur maðurinn skoðað sjálfan sig. Og frá tvenskonar livort öðru ólíku sjónar- miði hefir guðfræði liðinna tíma skoðað eðli mannsins og liæfileika hans til þess að verða Guði líkur. Frá öðru sjónarmiðinu blasir við gjörspilling mannlegs eðlis. Maðurinn er til al'ls góðs óhæfur. Hann hefir glatað guðsmynd sinni algjörlega. Hann frelsast ekki nerna fvrir endursköpun. Frá hinu sjónarmiðinu hverfur Guð aldrei auganu. Guð er aldrei til fulls burtrekinn úr sálu nokkurs manns. Hversu rnikil sem spillingin verður, lifir ]vó áfram í manninum einliver neisti guðdómsins—- jafnvel í týnda syninum, sem seðst með svínum. “Djúpt í Guðs og mannsins mvnd, alið sem að ungbarn þiggur, eilífur gneisti fólginn liggur”. Þenna “fólgna gneista” á að leita uppi, og þegar á hann er andað af Guði verður hann eldkveikja eilífs lífs.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.