Sameiningin - 01.08.1917, Blaðsíða 13
173
Skólinn.
Nú líður að því að skólar landsins taki til starfs ú
ný að liðnu smnarleyfi. Þau ungmenni, sem lokið liafa
námi á barnaskólum, en vilja komast lengra áleiðis á
brautum lærdóms og þekkingar, eru að hugsa um það
með sjálfum sér og ráðfæra sig um það við vini og vanda-
menn, hvaða skóla þau eigi að velja sér. Foreldrar og
ættingjar láta sig það ekki litlu varða, því fátt er þýðing-
armeira fyrir velferð æskumannsins en skóla-valið.
Þegar velja á skóla, kemur aðallega tvent til greina :
Tæki skólans til þess, að greiða nemendum veg að náms-
takmarkinu, og þau áhrif til siðferðis-göfgis og mann-
gildis, sem vænta má af skóianum.
Skóli kirkjufélags vors, Jón Bjarnason Academy,
liefir þegar sýnt það og sannað, að hann stendur engum
samskonar skóla að baki, að því er viðvíkur góðum á-
rangri kenslunnar. Próf nemendanna í fyrra og aftur
og betur nú á þessu ári, hafa sannað, að hann er að því
leyti í fremstu röð Miðskólanna í Manitoba. Enginn skóli
bar hlutfallslega jafn mikinn sigur úr býtum við próf
þau, er haldin voru í Júní af hálfu mentamála-stjórnar
fylkisins. Skólinn er þó ef til vill betur undir það búinn
nú en áður, að veita nemendum þá fræðslu, sem að haldi
kemur, hvort heldur er við lærdómspróf, eða þau próf,
sem mest ríður á að standast: próf lífs-starfsins og
stríðsins.
Kristnir foreldrar, sem vakandi auga liafa fvrir trú-
arlegri og siðferðilegri velferð bárna sinna, mega minn-
ast þess, að skóli þessi er sérstaklega til þess stofnaður,
að liinn ungi mentalýður þjóðflokks vors í liinni vestrænu
dreyfingu fái varðveizt á þeim vegum, sem kristnir feður
vorir gengu á undan oss. Til þess er ætlast, að ungmenni
þau, er á skóla vorn ganga, læri það, að “ótti Drottins
er upphaf vizkunnar og ])ekking liins heilaga sonn hvgg-
indi”, og að hinn mikli skólameistari mannanna sé Jesús
frá Nazaret. — Að leiðbeina nemendum, svo þeir velji
sér þær brautir að ganga, sem hreinar eru og leiða að
sem æðstu þroskastigi siðferðis og mannkosta, er háleit-
asta ætlunarverk skólans.