Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1917, Blaðsíða 17

Sameiningin - 01.08.1917, Blaðsíða 17
177 4' spennandi ” ræðum, í stað þess að tala við fólkið um náðarerindi Krists, sem er hógvær og af Irjarta lítillátur. Þeir taka fegins liendi við öllum upphugsanlegum ræðu- efnum, sem eitthvað hafa æsandi við sig, til þess að dekra við forvitni manna, óhreinleika og sýkta ímyndun. Konur og börn sækja kirkjurnar stöðugt í þeirri von, að Iæra þar sem allra mest um fyrirmynd þá, sem kærleiksríkur frelsarinn gaf oss öllum til að breyta eftir, og verða þau hvað eftir annað að heyra þar lýsingar af ósóma-bælure borgarinnar, og ófagrar mannlýsingar út af sama efni. Sannarlega ætti almenn velsæmistilfinning að nægja til þess að koma hverjum ráðvöndum presti í skilning um það að þess háttar skraf er ekki til þess hæfilegt, að koma í staðinn fyrir guðsorð. Og þó eru til prestar í Pittsbuigh, sem ekki að eins hafa þessar klær í frammi til að vekja athygli á sér, lieldur auglýsa slík umtalsefni fyrir fram í blöðunum. “Það eru sex dagar í vikunni auk sunnudagsins. Sannarlega ætti tölumenn allir, sem eitthvað þurfa að segja um almenn mál, stjórnmála-postular, launaðir knæpu-f jendur og allir þeirra líkar, að geta leyst nægilega ofan af skjóðunni öll kvöldin sex, og gefið prestinum eftir sunnudaginn, svo að hann geti í næði talað við söfnuðinn sinn um þá eilífu blessun, sem fólgin er í sannri fylgd og Iilýðni við meistarann. Og prestar þeir, sem endilega þurfa að gæða mönnum á þessu veraldlega tali sinu—þeir ætti að standa. vel að vígi með kirkjur sínar alla vikuna. Sé svo sem oss grunar, að klerkar þeir geti ekki fengið góðan Iióp til að lilusta á sig á virku kvöldi, þá sannar fá- mennið ekkert ananð en það, að hugsun þeirra og ræðu- g'jörð er ekki nógum kostum búin til að hæna fólk að þeim. “Vér erum því í alla staði samþykkir tilmælum hr. Olivers um að guðsorð eitt sé liaft um hönd í kirkjunum á helgum dögum, og betur væri, að þeim yrði gaumur gef- inn.” G. G. Minnisstæður draumur. Eftir dr. Hcnry van Dykc. petta er saga um draum, sem mig dreymdi fyrir eitthvað tuttugu og fimm árum. Hann er jafn skýr í minni mínu eins

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.