Fréttablaðið - 04.04.2011, Side 2

Fréttablaðið - 04.04.2011, Side 2
4. apríl 2011 MÁNUDAGUR2 Kolbrún Björt, kom ekkert ABBA-babb í bátinn á frumsýningunni? „Nei, við þurftum ekki að senda út SOS.“ Kolbrún Björt Sigfúsdóttir leikstýrir Leik- félagi Menntaskólans í Kópavogi sem frumsýndi sína útgáfu af ABBA-söng- leiknum Mamma Mia á föstudag. OLÍULEKI Fyrirtækið Transocean hefur veitt helstu yfirmönnum sínum veglegar bónusgreiðslur í til- efni góðs árangur í öryggismálum á síðasta ári. Transocean bar ábyrgð á rekstri olíuborpalls British Petroleum (BP) á Mexíkóflóa þar sem leki olli miklu umhverfisslysi í apríl á síðasta ári og hefur, ásamt BP og olíufélaginu Halliburton-olíu- félaginu, verið kennt um slysið og mengunina undan ströndum Mexíkó og Bandaríkjanna. Frá þessu er sagt á vefsíðu BBC. Ellefu starsmenn, þar af níu sem unnu fyrir Transocean, létust þegar lekinn varð á Deep- water Horizon-olíuborpallinum fyrir tæpu ári. Milljónir lítra af olíu láku í hafið. Þrátt fyrir það fá helstu stjórnendur bónusgreiðslur þar sem fyr- irtækið heldur því fram að slysum hafi fækkað og alvarleiki þeirra minnkað. Fyrirtækið segir síð- asta ár hafa verið það besta frá upphafi í öryggis- málum. Frá því lekinn varð hefur Transocean haldið því fram að BP beri ábyrgð á slysinu. BP heldur því fram að Transocean sé skylt að deila sökinni. - kg Fyrirtækið sem rak olíuborpallinn á Mexíkóflóa verðlaunar stjórnendur sína: Bónusgreiðslur fyrir öryggismál MENGUN Milljónir lítra af olíu láku í sjóinn og ellefu starfs- menn létust við lekann í apríl í fyrra. AFP/NORDICPHOTOS STJÓRNMÁL Formaður og varafor- maður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hvetja flokks- menn til að greiða atkvæði með Icesave- samningunum í þjóðaratkvæða- greiðslunni á laugardaginn. „Það er sann- færing okkar að með því að kjósa JÁ þann 9. apríl séum við að lágmarka skaðann í þessu sorglega máli eins og kost- ur er. Með því að kjósa NEI verður óvissan framlengd og mikil áhætta tekin. Í því ástandi sem við búum enn við og í ljósi þess hversu endurreisnin er brýn, ekki síst til að við getum einbeitt okkar að því að ná niður atvinnuleysinu, er JÁ mun skynsamlegri kostur,“ segir í pistli sem Steingrímur J. Sigfússon og Katrín Jakobsdóttir birta á vef flokksins. - sh Steingrímur og Katrín skrifa: Hvetja VG-liða til að segja já STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON ICESAVE Töluvert fleiri hafa greitt atkvæði utan kjörfundar um Ice- save-samninginn nú en jafnlöngu fyrir kjördag í fyrra. Í gær, sex dögum fyrir kjör- dag, höfðu 6.317 greitt atkvæði hjá sýslumanni og síðar í Laugar- dalshöll en fimm dögum fyrir kjördag í fyrra hafði 2.341 greitt atkvæði. Atkvæðagreiðslan var færð frá sýslumanni yfir í Laugardalshöll 28. mars. - sh Á sjöunda þúsund atkvæði: Kjörsókn tvöfalt meiri en í fyrra KATRÍN JAKOBSDÓTTIR SKÁK Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands, fékk tæpar átta milljónir króna fyrir skákborð sem boðið var upp hjá Philip Weiss í gær. Það var notað í þriðju einvígisskák Bobby Fischer og Boris Spasskí og er áritað af Fischer. Guðmundur ákvað að bjóða borð- ið upp vegna fjárhagsvandræða og sagðist hann í viðtali á Stöð 2 hafa vonast til að fá tvær til þrjár milljónir fyrir borðið. - rat Skákborð boðið upp: Fékk tæpar 8 milljónir fyrir FÓLK Feðgarnir séra Hjörtur Magni Jóhannsson 52 ára og Magnús Jóhann Hjartarson 12 ára, státa báðir af Íslandsmeistaratitli í einliðaleik í borðtennis. Magnús Jóhann, nemandi í Fossvogsskóla, varð íslandsmeistari í flokki 12 til 13 ára um síðustu helgi, auk þess sem hann varð í þriðja sæti í tví- liðaleik. Faðir hans, Fríkirkjuprest- urinn Hjörtur Magni, vann síðan titilinn Íslandsmeistari í flokki karla 50 til 59 ára á laugardaginn, og landaði einnig þriðja sætinu í tvíliðaleik. „Ég æfði borðtennis á mínum yngri árum og átti að heita í lands- liði unglinga og karla. Ég hafði reyndar varla snert spaðann síðustu tíu ár en þetta er eins og að læra að hjóla, maður gleymir þessu ekki,“ segir séra Hjörtur Magni en hann vann einnig Íslandsmeistaratitil í einliðaleik karla 40 til 50 ára fyrir tíu árum. Hann segir sigur þeirra feðga hafa komið skemmtilega á óvart. Hæfileikarnir liggi greinilega í blóðinu. „Strákurinn stóð sig frá- bærlega vel en hann hefur ekki æft nema í eitt og hálft ár. Enda var það var stoltur og tilfinningaþrunginn faðir sem fylgdist með af áhorf- endapöllunum,“ segir hann og hlær. „Við erum reyndar með borðtenn- isborð hér í kjallaranum og æfum okkur í laumi,“ bætir hann við. Magnús Jóhann tekur undir með pabba sínum um það að hæfileik- arnir hljóti að liggja í genunum. Þegar hann er spurður hvor þeirra feðga sé betri borðtennisspilari svarar hann hógvær: „Ég veit það nú ekki. Ég vinn reyndar aðeins oftar. Pabbi er ekkert of tapsár en það er auðvitað leiðinlegt að tapa,“ Magnús segist staðráðinn í að halda áfram að æfa borðtennis, þetta sé skemmtileg íþrótt og faðir hans bætir við að íþróttin leyni á sér. „Ólíkt því sem margir halda þá reynir borðtennis á snerpu, ein- beitingu og þol. Þetta getur tekið virkilega á.“ heida@frettabladid.is Borðtennisprestur á pall með syni sínum Feðgarnir séra Hjörtur Magni Jóhannsson og Magnús Jóhann Hjartarson eru Íslandsmeistarar í einliðaleik hvor í sínum flokki. Þeir segja hæfileikana liggja í genunum og æfa í laumi á kvöldin. Pabbi er ekkert of tapsár, segir sonurinn. ÆFA Í LAUMI Feðgarnir Séra Hjörtur Magni Jóhannsson og Magnús Jóhann Hjartarson grípa gjarnan í borðtennisspaðann á kvöldin en þeir urðu báðir Íslandsmeistarar í borðtennis á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓLK Fjöldi presta á Íslandi fær reglulega fyrirspurnir um hús- blessanir ýmist vegna innflutn- inga og við skírnir en einnig þegar fólk upplifir óþægindi, jafnvel reimleika á heimilinu. Séra Karl Valgarður Matthías- son hefur blessað hús allan sinn prestskap, 25 ár. „Í gegnum tíðina ber þetta við hjá mér kannski tvö til þrjú skipti á ári. Ég hef komið inn í aðstæður þar sem virkilegur og djúpur ótti hefur verið í fólkinu, eins og því hafi fundist eitthvað illt vera í kringum sig.” Séra Gísli Jónasson í Breiðholts- kirkju hefur upplifað ýmislegt við húsblessun. „Ég hef einu sinni lent í verulegum átökum þar sem ég snarsvitnaði við blessunina. Ég hefði ekki trúað þessu sjálfur, haldið að þetta væri della fyrr en ég reyndi.“ - jma / Allt í miðju blaðsins Prestar fá óvenjulegar beiðnir: Blessun veitt við reimleikum GUÐMUNDUR G. Fékk tæpar 8 milljónir fyrir borðið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FÍLABEINSSTRÖNDIN, AP Íbúar borgarinnar Abidj- an á Fílabeinsströndinni læstu sig inni á heim- ilum sínum í gær, byrgðu fyrir glugga og færðu húsgögn fyrir hurðir. Fólkið var að búa sig undir lokabardagann á milli hersveita mannanna tveggja sem nú kljást um forsetatignina í landinu. Einungis um 30 kílómetrar skildu í gær að um þúsund manna herlið stuðningsmanna Alassane Outtara, sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar sem rétt- kjörinn forseti, og um 700 manna stuðningsliðs fráfarandi forseta, Laurent Gbagbo, sem hefur neitað að yfirgefa forsetahöllina í kjölfar ósig- ursins í kosningunum í nóvember. Lokað hefur verið fyrir vatnsstreymi til Abidjans og eina fólkið sem sást á götum borg- arinnar í gær voru hermenn, konur sem roguð- ust með bala að nálægu stöðuvatni og karlar sem hugðust sækja vatn í plastpoka og héldu þeim yfir höfði sér Sveitunum hefur þegar lostið saman með hörmulegum afleiðingum. Hundruð létust í átökum þeirra á milli í síðustu viku, sem mönn- um ber ekki saman um hver átti upptökin að. Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóð- anna, hefur lýst miklum áhyggjum af ástandinu og lét hafa eftir sér á laugardag að þeir sem sök ættu skyldu dregnir til ábyrgðar. Outtara seg- ist þegar hafa fyrirskipað opinbera rannsókn á málinu. - sh Íbúar Abidjans á Fílabeinsströndinni byrgja sig inni af ótta við þá sem kljást um forsetastól landsins: Búa sig undir lokabardagann í Abidjan LOKABARDAGINN Í NÁND Hersveitir Ouattara og Gbagbo hafa barist á götum úti síðustu daga. NORDICPHOTOS/AFP SPURNING DAGSINS fyrir 12 mánaða og eldrihipp.is Við lífrænt

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.