Fréttablaðið - 04.04.2011, Page 4
4. apríl 2011 MÁNUDAGUR4
Það var ekkert sam-
komulag gert, svo
mikið er víst
BJARNI HARÐARSON
AÐSTOÐARMAÐUR JÓNS BJARNASONAR
GENGIÐ 01.04.2011
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
216,2161
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
114,27 114,81
183,38 184,28
161,58 162,48
21,668 21,794
20,646 20,768
18,073 18,179
1,3646 1,3726
180,56 181,64
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
ELDVARNIR Einungis 59 prósent
fólks á aldrinum 25-34 ára eru
með slökkvitæki á heimilum
sínum samkvæmt niðurstöðu
könnunar Capacent Gallup. Færri
íbúar Reykjavíkur eru með
slökkvitæki en íbúar á lands-
byggðinni. Þetta kemur fram
á vefsíðu Slysavarnafélagsins
Landsbjargar, sem er einn aðila
Eldvarnabandalagsins. -rat
Ungt fólk illa búið heima:
Fá heimili með
slökkvitæki
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
20°
15°
16°
11°
16°
10°
10°
10°
19°
13°
20°
17°
30°
9°
16°
20°
9°
Á MORGUN
Hæg sunnanátt.
MIÐVIKUDAGUR
5-10 m/s.
3
2
3
4
2
3
5
7
4
5
-1
9
7
16
5
6
5
7
4
8
7
7
3
3
5
5
6
4
4
5
6
4
ÞYKKNAR UPP
um sunnan og
vestanvert landið
í dag og má búast
við vætu undir
kvöld. Næstu daga
verða ríkjandi vind-
áttir suðlægar með
heldur mildu veðri
og skúrum. Það
lítur út fyrir fremur
stífa suðvestanátt á
fi mmtudag.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
LÍBÍA, AFP Átökin halda áfram í Líbíu
þar sem uppreisnarmenn berjast
nú fyrir yfirráðum yfir olíuborg-
inni Brega. Þar hafa þeir tekið yfir
háskólabyggingu í útjaðri borgar-
innar.
Yfirráð yfir Brega hafa gengið
fram og til baka undanfarna daga
en uppreisnarmenn töldu sig hafa
náð yfirráðum á laugardaginn.
Leyniskyttur liðsmanna Gaddafís
voru þó enn virkar og meðal ann-
ars staðsettar í háskólabyggingunni.
Snemma í gærmorgun náðu upp-
reisnarmenn undir sig byggingunni.
Loftárásir liðsmanna Gaddafís
héldu áfram í fyrrinótt á borgina
Misrata sem er síðasta stóra vígi
uppreisnarmanna í vesturhluta
landsins. Að minnsta kosti einn lét
lífið og margir særðust í árásinni.
Liðsmenn Gaddafís létu einnig
sprengjum rigna yfir bæinn Yafran
í suðvesturhluta landsins.
Erfitt er að segja til um hver
framvinda átakanna verður segir
fréttamaður BBC í borginni Ben-
gasí. Hvorug fylkinganna sé nógu
öflug til að ná hernaðarlegri yfir-
burðastöðu og hvorug sé það veik
að hún neyðist til að semja um frið.
Nokkur þúsund manns hafa látið
lífið í átökunum í landinu undan-
farnar vikur. - rat
Uppreisnarmenn í Líbíu náðu undir sig olíuborginni Brega í gærmorgun:
Hvorug fylkingin mun gefa sig
BARDAGAR Hermenn uppreisnarmanna
í Líbíu náðu undir sig olíuborginni Brega
í gærmorgun. NORDICPHOTOS/AFP
NÝSKÖPUN Sprotafyrirtækið RóRó
hlaut Gulleggið, fyrstu verðlaun
í frumkvöðlakeppni Nýsköpunar-
og frumkvöðlaseturs Innovit, í
lokahófi keppninnar sem haldið
var á laugardag.
Eyrún Eggertsdóttir stendur
að baki RóRó, og hefur hún þróað
brúðu sem hjálpar ungabörnum að
sofa betur. Að sögn Andra Heiðars
Kristinssonar, framkvæmdastjóra
Innovit, hyggur Eyrún nú á sam-
starf við heilbrigðisverkfræðing
og lækna við áframhaldandi þróun
brúðunnar.
Í fyrstu verðlaun hlaut RóRó
eina milljón króna og ýmiss konar
ráðgjöf frá Innovit. - kg
Frumkvöðlakeppni Innovit:
Róandi brúða
fékk Gulleggið
HLUTSKÖRPUST Eyrún Eggertsdóttir hjá
RóRó með Gulleggið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
MEXÍKÓ Mexíkósku mannréttinda-
samtökin CNDH fullyrða að til-
kynnt hafi verið um 5.397 manns-
hvörf frá árinu 2006, eða síðan
Felipe Calderon forseti hóf stríð
gegn eiturlyfjahringjum í land-
inu. Af þeim séu 3.457 karlar og
1.885 konur en engar upplýsingar
sé að finna um 55 einstaklinga.
Þetta kemur fram á fréttavef
BBC.
Könnun gerð af Sameinuðu
þjóðunum gefur til kynna að
öryggissveitir hersins séu viðr-
iðnar einhver málanna. Samein-
uðu þjóðirnar hvetja Calderon
forseta til að hætta að nota her-
inn í aðgerðunum. Yfir 34.000
manns hafa látið lífið í stríðinu
gegn eiturlyfjum síðan hann tók
við embætti. - rat
Eiturlyfjastríðið í Mexíkó:
Herinn talinn
viðriðinn
mannshvörf
EFNAHAGSMÁL Ráðist verður gegn
svartri atvinnustarfsemi og kennitö-
luflakki, nái hugmyndir í drögum
ríkisstjórnar að tillögu vegna yfir-
standandi kjaraviðræðna fram að
ganga.
Fjármálaráðuneytið og Ríkis-
skattstjóri munu fara af stað með
tímabundið átaksverkefni í sumar,
í samstarfi við ASÍ og Samtök
atvinnulífsins, gegn svartri atvinnu-
starfsemi.
Markmiðið með átakinu er sam-
kvæmt tillögunum að „leiðbeina um
tekjuskráningu, sporna við svartri
atvinnustarfsemi og upplýsa um
skyldur smærri og meðalstórra fyr-
irtækja“. Vettvangsteymi frá Ríkis-
skattstjóra mun sjá um framkvæmd
eftirlitsins, sem felst í því að heim-
sækja fyrirtækin. - þj
Átak gegn svartri vinnu:
Vinna að siðbót
í atvinnulífinu
KJARAMÁL „Það er enn óbreytt
afstaða ráðherra að þetta séu
ótengd mál, breyting á fiskveiði-
stjórnunarkerfinu og kjaramál,“
segir Bjarni Harðarson, upplýs-
ingafulltrúi sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðuneytisins, um fund
sem ráðherrann átti með fulltrú-
um Samtaka atvinnulífsins (SA) í
gær.
SA og Alþýðusamband Íslands
(ASÍ) skiluðu ríkisstjórninni í gær
sameiginlegum breytingartillög-
um við drög að yfirlýsingu vegna
kjaraviðræðnanna sem nú standa
yfir.
Ekkert er tæpt á sjávarútvegs-
málunum í hinum sameiginlegu
tillögum, en þau hafa verið helsti
ásteytingarsteinninn í kjaravið-
ræðunum. Samtök atvinnulífsins
hafa lagt þunga áherslu á að
óvissu um málaflokkinn verði eytt
áður en hægt sé að ganga til samn-
inga.
Til að freista þess að ná lendingu
í málinu fundaði forysta SA með
sjávarútvegsráðherra í gær.
„Það var ekkert samkomulag
gert, svo mikið er víst,“ segir Bjarni
um fundinn. „SA voru að gera grein
fyrir sínum sjónarmiðum og hug-
myndum um breytingar á stjórnun
fiskveiðikerfisins en það voru engar
ákvarðanir teknar.“
Að sögn Vilhjálms Egilssonar,
framkvæmdastjóra SA, snúa helstu
breytingartillögur þeirra við yfir-
lýsingu ríkisstjórnarinnar ann-
ars vegar að útfærslu lækkunar
atvinnutryggingargjalds. Lagt er
til að það verði lækkað um hátt í
tvö prósentustig. Ýmis atriði geta
haft áhrif á þá breytu.
Hin meginbreytingin varðar
fjárfestingar, einkum í orku- og
iðnaðarhluta yfirlýsingarinnar.
Vilhjálmur lýsti þeirri skoðun
sinni í Fréttablaðinu fyrir helgi
að allt of laust væri tekið á þeim
málum í yfirlýsingunni. Hann telur
afar mikilvægt að á þessu verði
skerpt. „Við þurfum að vera viss
í hjarta okkar um að fjárfesting-
arnar séu raunverulega að fara af
stað,“ segir hann.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
segir að breytingartillögurnar
snúi bæði að efni og orðalagi yfir-
lýsingarinnar, en vill að öðru leyti
lítið tjá sig um þær.
Í gær var byrjað að skoða launa-
liðinn fyrir viðræðunum. Gylfi
telur að stefnt skuli að því að 200
þúsund króna lágmarkslaun verði
meðal niðurstaðna viðræðnanna.
„Við erum að nálgast það að setja
ramma utan um launakostnaðar-
þáttinn sem gæti þá gert það að
verkum að samninganefndir okkar
sambanda geta farið að útfæra
það í sínum samningum. Það
er verkefni kvöldsins og
morgunsins,“ segir Gylfi.
Vonast er til að
samningar náist fyrir
vikulok.
stigur@frettabladid.is
kristjan@frettabladid.is
Jón telur kvótamálin
enn ótengd kjaradeilu
Sjávarútvegsráðherra ítrekaði þá afstöðu sína á fundi með SA í gær að breytingar
á kvótakerfinu væru alls ótengdar kjaraviðræðum. SA og ASÍ lögðu sameiginlega
til breytingar á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Vonast til samið verði fyrir vikulok.
FRAKKLAND Flak Air France-þot-
unnar sem hrapaði í Atlantshafið
úti fyrir Brasilíu 1. júní 2009 er
loksins fundið. Franskir rannsak-
endur greindu frá því í gærkvöldi
að það hefði fundist á síðasta sól-
arhring, en létu ekki meira uppi.
Enn hefur ekki fengist skýring
á slysinu, sem kostaði 228 manns-
líf. Fjórða leitin sem gerð hefur
verið að svarta kassanum úr vél-
inni hófst í síðasta mánuði.
Franskur dómari gaf nýverið
út manndrápsákæru til bráða-
birgða á hendur flugfélaginu. - sh
Air France-þotan fundin:
Flakið fundið
eftir langa leit
GYLFI
ARNBJÖRNSSON
BJARNI
HARÐARSSON
VILHJÁLMUR
EGILSSON