Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.04.2011, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 04.04.2011, Qupperneq 16
4. apríl 2011 MÁNUDAGUR16 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is „Fyrsta auglýsingin sem birtist frá fyrir tækinu er frá því í apríl 1916,“ segir Erla Ósk Lilliendahl, starfs- stúlka í Fatabúðinni við Skólavörðu- stíg sem lagt hefur sig eftir því að kynna sér sögu fyrirtækisins. „Þar er verið að auglýsa ýmislegt eins og til dæmis trollarabuxur og enskar húfur, sem segir okkur í dag nú kannski ekki mikið. Upphafið hefur mér gengið illa að finna upplýsingar um en það er vitað að kona með eftirnafnið Brand stofn- aði Fatabúðina í Hafnarstræti 18 árið 1916. Það hefur eflaust verið dálítið sérstakt á þeim tíma að kona færi út í slíkan rekstur en fyrirtækið blómstraði undir hennar stjórn og árið 1927 lætur hún byggja húsið við Skólavörðustíg 27, þar sem verslunin er til húsa enn í dag. Fyrst um sinn var þetta hugsað sem útibú frá búðinni í Hafnarstræti, enda þótti óðs manns æði að opna búð hér nánast uppi í sveit. En reksturinn gekk vel og þessi kona rak búðina hér alveg til 1959 þegar faðir núverandi eiganda, Karólínu Sveinbjörnsdóttur, keypti hana. Hann hét Sveinbjörn Árnason og var vel þekktur verslunarmaður í Reykjavík þess tíma, hafði lengi starfað í verslun sem hét Haraldarbúð og margt eldra fólk man vel eftir.“ Sveinbjörn hafði aðrar áherslur í rekstrinum og smám saman þróaðist verslunin út í það að hætta að selja fatnað og einbeita sér að rúmfötum og vefnaðarvöru eins og gert er enn þann dag í dag. „Það kemur nú stundum inn til okkar fólk af eldri kynslóðinni og spyr um fatnað,“ segir Erla Ósk. „Enda þykir mörgum undarlegt að Fatabúðin selji ekki föt. Við flytjum okkar vefn- aðarvöru mest inn frá Þýskalandi og leggjum mikla áherslu á gæði varanna sem við seljum sem er ástæðan fyrir því að verslunin hefur gengið eins vel og raun ber vitni. Fólk veit að það getur gengið að gæðunum vísum og að vörurnar okkar endast vel.“ Fatabúðin hefur á sínum snærum saumakonur sem sauma sængurföt- in og býður jafnframt upp á þjónustu sem erfitt er að fá annars staðar. „Já, við bjóðum upp á ýmsa þjónustu sem aðrir eru ekki með,“ segir Erla Ósk. „Til dæmis uppsetningu á harðangri og klaustri eða milliverki í rúmföt. Það hefur orðið mikil endurnýjun á áhuga á handverki almennt og það er töluvert um að fólk komi með milliverk sem það sjálft hefur heklað eða harðangur og klaustur sem það biður okkur að setja í sængurfötin.“ Er meiningin að fagna tímamótunum á einhvern hátt? „Við erum svona að skoða það. Það er tiltölulega stutt síðan það rann upp fyrir okkur að búðin ætti þetta merkisafmæli og ekki alveg komið á hreint hvað við gerum. En við höldum upp á þetta á einhvern hátt, það er ekki spurning,“ segir Erla Ósk. fridrikab@frettabladid.is FATABÚÐIN VIÐ SKÓLAVÖRÐUSTÍG 95 ÁRA: BLÓMSTRAR SEM ALDREI FYRR Frá trollarabuxum og enskum húfum í sérsaumuð rúmföt GOTT ÚRVAL Erla Ósk Lilliendahl afgreiðslustúlka og Karólína Sveinbjörnsdóttir, eigandi verslunarinnar, sinna afgreiðslunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 46 Merkisatburðir 4. apríl 1581 Francis Drake lýkur hringferð sinni um heiminn og er aðlaður af Elísabetu I. Englandsdrottningu. 1897 Hið íslenska prentarafélag stofnað. Það er elsta starf- andi verkalýðsfélag á Íslandi og er nú hluti af Félagi bókagerðarmanna. 1949 Tólf þjóðir skrifa undir Norður-Atlantshafssáttmálann og mynda þannig Atlantshafsbandalagið (NATO). 1956 Alþýðubandalagið stofnað. 1964 Bítlarnir eiga smáskífur í öllum fimm efstu sætum banda- ríska Billboard-listans. 1968 Martin Luther King myrtur. 1975 Fyrirtækið Microsoft stofnað af Bill Gates og Paul Allen í Albuquerque í Nýju-Mexíkó. Samþykkt var á bandaríska þinginu 4. apríl 1818 að bandaríski fáninn skyldi settur þrettán rauðum og hvítum röndum, sem táknuðu ríkin þrettán sem gerðu uppreisn gegn bresku krúnunni og mynduðu Bandaríkin 1776, og tuttugu stjörnum sem táknuðu þau ríki sem mynduðu ríkjasambandið á þeim tíma sem samþykktin gekk í gegn. Nýrri stjörnu skyldi svo bætt við í hvert sinn sem nýtt ríki bættist í hópinn. Í ályktun þingsins var tekið fram að nýr fáni skyldi vera tilbúinn ekki síðar en á þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna 4. júlí árið eftir að nýtt ríki bættist við Bandaríkin. Sumir fánanna staldra skemur við en aðrir og níu þeirra hafa einungis verið í notkun í eitt ár. Núverandi fáni Bandaríkjanna er sá 27. í röðinni og 4. júlí árið 2011 hefur hann verið óbreyttur í 41 ár, lengst allra fána í sögu Bandaríkjanna. Heimild: thepeoplehistory.com. ÞETTA GERÐIST: 4. APRÍL 1818 Stjörnur og strik verður til ROBERT DOWNEY JR. leikari er 46 ára „Ég veit afskaplega lítið um leiklist. Ég er bara svo ótrúlega fær í að látast.“ Kór Fjölmenntar á Selfossi, sem skip- aður er fötluðu fólki, afhenti nýlega Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna 184.500 krónur. Var það ágóði af tónleikum sem kórinn hélt með tón- listarmanninum Bubba Morthens. Kór Fjölmenntar hefur gegnum árin tekið sér ýmislegt skemmtilegt fyrir hendur. Til dæmis haldið tónleika með Ingó Veðurguði, gefið út geisladiska og farið í söngferð til Englands með Val- geiri Guðjónssyni auk þess sem gerð hefur verið heimildarmynd um kórinn. Síðastliðið haust var ákveðið að æfa lög eftir Bubba. Kórstjórinn, Gylfi Kristinsson, bað Bubba að syngja með kórnum og tók hann afskaplega vel í þá hugmynd. Þegar Bubbi neitaði að taka greiðslu fyrir sönginn kom upp sú hug- mynd að láta hagnað af aðgangseyri tónleikanna renna til góðs málefnis, og varð Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna fyrir valinu. Tónleikarnir fóru fram í Hvíta húsinu á Selfossi 16. mars og fékk kórinn aðstöðu og aðgang að hljóðkerfi endurgjaldslaust. Fullt var út úr dyrum, Bubbi lék á als oddi og hafði á orði eftir tónleikana að kórinn hefði komið sér verulega á óvart. Í vikunni mætti síðan Óskar Örn Guðbrandsson, formaður styrktar- félagsins, á æfingu kórsins í Karla- kórsheimilinu og tók við ávísun frá glaðværum kórnum. Gáfu ágóða af tónleikum GÓÐ GJÖF Glaðlegir kórfélagar með Óskari Erni, formanni Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, Þóra Hermannsdóttir andaðist 30. mars. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju kl. 13.30 fimmtudaginn 7. apríl. Karl Stefánsson Stefán Lárus Karlsson Hermann Þór Karlsson Snorri Karlsson Rósa Karlsdóttir tengdadætur og ömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Hreinn Óskarsson múrari, Mýrarvegi 113, Akureyri, lést fimmtudaginn 24. mars. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 4. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Heimahlynningu á Akureyri. Sigurjóna Kristinsdóttir Margrét Kristín Hreinsdóttir Sigurður Valur Ingólfsson Agnea Björg H. Sandvold Jon Christian Sandvold Guðrún Hreindís Hreinsdóttir Kristinn Hreinsson Kolbrún Jónsdóttir og afabörn Innilegar þakkir til allra sem sýndu hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, Páls Þorleifssonar fyrrum húsvarðar í Flensborgarskólanum. Sérstakar þakkir flytjum við starfsfólki og vinum hans á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir hlýtt og gott viðmót og umönnun. Karlakórnum Þröstum eru færðar þakkir fyrir fallegan söng við útförina. Kristín Ína Pálsdóttir Magnús R. Aadnegard Þóra Gréta Pálsdóttir Magnús J. Sigbjörnsson og fjölskyldan.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.